Katrín Ómarsdóttir, miðjumaður Liverpool og kvennalandsliðsins í fótbolta, getur ekki spilað með Íslandi á Algarve-mótinu. Þetta kemur fram á KSÍ.is.
Katrín fékk höfuðhögg í leik með Liverpool á dögunum og hvíldi í fyrsta leik Íslands gegn Sviss í gær. Nú er komið í ljós að hún getur ekki verið með.
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur kallað Guðrúnu Arnardóttur, leikmann Breiðabliks, inn í hópinn.
Hún kemur til móts við liðið annað kvöld og verður því með Íslandi í síðasta leik riðilsins á móti Bandaríkjunum og í leik um sæti.
Guðrún kölluð til Algarve í stað Katrínar
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti



Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn



„Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“
Íslenski boltinn

