Sigmundur Davíð komst víst í Morfís-liðið Jakob Bjarnar skrifar 5. mars 2015 10:02 Í Gettu betur var því haldið fram að Sigmundur hafi ekki komist í ræðulið síns skóla, margir ráku upp stór augu en nú er komið á daginn að þetta stenst að sjálfsögðu ekki. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur séð sig til knúinn að leiðrétta dómara og spyrla í Gettu betur – spurningakeppni framhaldsskóla. Í síðustu viðureign var, í hraðaspurningum, spurt hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafi komist í Morfís-lið MR og rétt svar við því átti að vera að svo hafi ekki verið. Þetta er bara alrangt. Sigmundur Davíð leiðréttir þetta á Facebook-síðu sinni, og þó hann slái á létta strengi er ljóst að forsætisráðherra er ekki ánægður með að misskilningur sem þessi festist í sessi. „Það er ekki síðra að vera spurning í Gettu betur en að birtast í áramótaskaupinu. Ég er hins vegar feginn því að úrslitin í kvöld réðust ekki af spurningunni um mig enda mætti deila um hvað teldist rétt svar. Því var haldið fram að ég hefði aldrei komist í Morfís-lið MR. Raunin er sú að ég reyndi einu sinni að komast í liðið og vann undankeppnina. Að því búnu ákvað skólinn að draga sig úr Morfís-keppninni það árið. Ég er hins vegar fyrst núna að átta mig á að það gæti verið augljóst samhengi þar á milli,“ skrifar Sigmundur Davíð og með fylgir lítill broskall. Annars er ljóst að forsætisráðherra fylgist vel með fjölmiðlum því svo í morgun birti hann mynd sem er af íþróttasíðum Morgunblaðsins. Fyrirsögnin er: Vonum að „Sigmundur Davíð sendi góða strauma“ og er þar fjallað um íshokkí. Sigmundur Davíð skrifar við myndina: „En ekki hvað? Áfram Ísland!“ Innlegg frá Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Morfís Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur séð sig til knúinn að leiðrétta dómara og spyrla í Gettu betur – spurningakeppni framhaldsskóla. Í síðustu viðureign var, í hraðaspurningum, spurt hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafi komist í Morfís-lið MR og rétt svar við því átti að vera að svo hafi ekki verið. Þetta er bara alrangt. Sigmundur Davíð leiðréttir þetta á Facebook-síðu sinni, og þó hann slái á létta strengi er ljóst að forsætisráðherra er ekki ánægður með að misskilningur sem þessi festist í sessi. „Það er ekki síðra að vera spurning í Gettu betur en að birtast í áramótaskaupinu. Ég er hins vegar feginn því að úrslitin í kvöld réðust ekki af spurningunni um mig enda mætti deila um hvað teldist rétt svar. Því var haldið fram að ég hefði aldrei komist í Morfís-lið MR. Raunin er sú að ég reyndi einu sinni að komast í liðið og vann undankeppnina. Að því búnu ákvað skólinn að draga sig úr Morfís-keppninni það árið. Ég er hins vegar fyrst núna að átta mig á að það gæti verið augljóst samhengi þar á milli,“ skrifar Sigmundur Davíð og með fylgir lítill broskall. Annars er ljóst að forsætisráðherra fylgist vel með fjölmiðlum því svo í morgun birti hann mynd sem er af íþróttasíðum Morgunblaðsins. Fyrirsögnin er: Vonum að „Sigmundur Davíð sendi góða strauma“ og er þar fjallað um íshokkí. Sigmundur Davíð skrifar við myndina: „En ekki hvað? Áfram Ísland!“ Innlegg frá Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Morfís Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira