Innlent

Hús rýmd á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Hér má sjá rýmingaráætlun fyrir Patreksfjörð en reitur 4 hefur verið rýmdur.
Hér má sjá rýmingaráætlun fyrir Patreksfjörð en reitur 4 hefur verið rýmdur. Mynd/Vedur.is
Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á sunnanverðum Vestfjörðum og er búið að rýma 13 hús á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu.

„Það er að ganga yfir landið mjög kröpp lægð með sterkri suðaustanátt og snjókomu sunnan- og vestanlands. Þessi úrkoma byrjaði um hádegisbil á Patreksfirði. Við erum búin að rýma þar reit 4 vegna snjóflóðahættu,“ segir Auður Kjartansdóttir er sérfræðingur á snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands.

Hún segir að vel sé fylgst með snjóflóðahættu en eins og staðan er núna á hún ekki von á að rýma þurfi fleiri hús á Vestfjörðum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×