Innlent

Stormviðvörun: Allt að 25 metrar á sekúndu framundan

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Svona lítur spákort Veðurstofu Íslands út fyrir nóttina. Fjólublátt og rautt þýðir sterkari vindur.
Svona lítur spákort Veðurstofu Íslands út fyrir nóttina. Fjólublátt og rautt þýðir sterkari vindur. Veðurstofa Íslands
Veðurstofan hefur gefið út stormviðvörun en búist er við meira en 20 metrum á sekúndu sunnanlands síðdegis í dag og víðar um land í nótt og fram á mánudagsmorgun. Veðrið á þó að vera mun skaplegra en landsmenn fengu að kynnast í gær.

„Það er ekkert í líkingu við það sem var í gær,“ segir Björn Sævar Einarsson, veðurfræðingur á vakt Veðurstofu Íslands. „Það er vaxandi austanátt með slyddu eða rigningu núna eftir hádegi og það verður austan 15-23 metrar á sekúndu núna undir kvöld.“

„Hvassast verður hér sunnanlands og það verður líklega talsverð rigning á sunnanverðu landinu, einkum suð-austanlands,“ segir Björn. „Síðan snýst hann í sunnanátt í kvöld og nótt og má búast við að það verði sunnan 18-25 metrar á sekúndu allra vestast seint í nótt en mun hægari austantil.“

Björn segir að það muni lægja verulega með morgninum og að draga muni úr rigningu.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×