Tala látinna gæti hækkað meira þegar að tilkynningar fara að berast úr afskekktari héruðum þar sem samband hefur rofnað. Um 267 þúsund manns búa á 83 mismunandi eyjum í klasanum. Um 47 þúsund búa í höfuðborginni, Porta Vila.
#CyclonePam Photo from Clare in #Tuvalu To donate to people affected by the devastation https://t.co/WeILAX1W3l pic.twitter.com/sIfQ7rNXNN
— New Zealand RedCross (@NZRedCross) March 14, 2015
Baldwin Lonsdale, forseti Vanúatú, gaf tilfinningaþrungna ræðu á ráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna í Japan í dag. „Fyrir hönd ríkisstjórnar og íbúa Vanúatú eftir óska ég eftir hjálp frá allri heimsbyggðinni við að bregðast við þeim hörmungum sem gengið hafa gengið yfir eyjarnar,“ sagði hann.
„Þjóðhöfðingjar, ríkisstjórnir og þróunarsamtök: Við höfum öll mátt þola náttúruhamfarir einhvern tíma. Nú í dag förum við fram á hjálp frá ykkur,“ sagði forsetinn.