Vindhraði fór upp í 75 metra á sekúndu og eru veðurhamfarirnar sagðar þær allra verstu á þessum slóðum í áratugi. Eyðileggingin er gríðarleg og þúsundir nú án heimilis, sem hafast nú við í neyðarskýlum á vegum Rauða krossins. Rafmagnslaust er á svæðinu og ekkert rennandi vatn.
Hæsta viðbúnaðarstig er í gildi í öllum héruðum Vanatú. Versta veðrið er nú afstaðið en spáð er slæmu veðri fram eftir degi.