Körfubolti

Þrenna hjá Westbrook í sigri Oklahoma | Myndbönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Westbrook í leik með Oklahoma á dögunum.
Westbrook í leik með Oklahoma á dögunum. Vísir/Getty
Russell Westbrook heldur áfram að spila vel fyrir Oklahoma City sem sigraði Minnesota og DeMarcus Cousins lék á alls oddi í tapi Sacramento gegn Philadelpia á heimavelli.

DeMarcus Cousins var í stuði hjá Sacramento sem tapaði fyrir Philadelphia, 114-107, í kaflaskiptum leik í nótt. Philadelpia vann fyrsta leikhlutann 29-22, en getsirnir komu sterkir inn í leikhluta númer tvö og unnu hann 42-22. Eftir það tóku heimamenn aftur völdin og unnu að lokum 114-107.

DeMarcus Cousins var gjörsamlega magnaður í liði Sacramento, en hann var með tröllatvennu; skoraði 39 stig og tók 24 fráköst. Rudy Gay kom næstur með 24 stig. Hjá Philadelphia var þetta algjör liðssigur, en Robert Covington var stigahæstur með 24 stig.

Russell Westbrook heldur áfram að spila afar vel fyrir Oklahoma City, en hann skoraði 29 stig fyrir liðið í fjórtán stiga sigri á Minnesota í nótt, 113-99. Westbrook gaf einnig tólf stoðsendingar og tók tíu fráköst - þrenna á piltinn. Gorgoiu Deng skoraði 21 stig fyrir Minnesota og tók einnig fjórtán fráköst.

Denver og Boston unnu sínu þriðju leiki í röð í nótt. Denver vann Golden Sate 114-103. Kenneth Faried og Danilo Gallinari voru stigahæstir hjá Denver með 24 stig, en Justin Holiday skoraði 23 fyrir Golden State.

Boston vann þrettán stiga sigur á Orlando 95-88. Evan Turner var magnaður í liði Boston og skoraði þrjátíu stig. Elfrid Payton skoraði 20 stig fyrir Orlando.

Öll önnur úrslit má sjá hér að neðan.

Úrslit kvöldsins:

Sacramento - Philadelphia 107-114

Chicago - Charlotte 91-101

Orlando - Boston 88-95

Miami - Toronto 92-102

Minnesota - Oklahoma City 99-113

LA Clippers - Dallas 99-129

Golden State - Denver 103-114

Atlanta - Phoenix 96-87

Detroit - Portland 99-118

Topp 10 næturinnar: Það helsta frá Westbrook í nótt: Tilþrif!:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×