Ákvörðunin var tekin án aðkomu þingsins sem ályktaði um að hefja ætti aðildarviðræðurnar árið 2009, þegar Jóhanna var forsætisráðherra.
Sjá einnig: „Ég lít á þetta sem tilraun til valdaráns“
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar var gerð ljós í kvöld en hún var tekin síðastliðinn þriðjudag. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra upplýsti í kvöld að hann hafi síðdegis afhent utanríkisráðherra Lettlands bréf þessa efnis að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki. Lettland fer með formennsku í ráðherraráði ESB.
Viðbrögðin við þessari ákvörðun hafa verið mjög sterk og var boðað til mótmæla með stuttum fyrirvara á Austurvelli. Tæplega þúsund manns boðuðu komu sína.