Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. apríl 2025 16:53 Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata. Samsett/Vilhelm Bæjarstjóri Kópavogsbæjar og bæjarfulltrúi vilja að forsætisnefnd bæjarins taki hvor aðra fyrir vegna mögulegra brota á siðareglum kjörinna fulltrúa, annars vegar um alvarlegt brot á trúnaði og hins vegar að ekki segja satt og rétt frá. Á fundi forsætisnefndar Kópavogsbæjar bárust tvær beiðnir um að afstaða yrði tekin varðandi mögulegt brot á siðareglum kjörinna fulltrúa. Annars vegar beiðni Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur, bæjarfulltrúa Pírata, sem segir Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra, hafa brotið gegn siðareglum og hins vegar beiðni Ásdísar sem segir Sigurbjörgu hafa brotið gegn siðareglum. Þetta kemur í kjölfar hagræðingatillagna sem voru lagðar fram af Ásdísi til að mæta auknum kostnaði eftir að kjarasamningar kennara voru samþykktir. Þar á meðal átti að lækka starfshlutfall kjörinna fulltrúa sem nemur um tíu prósenta launalækkun. Sigurbjörg sagði laun Ásdísar sem bæjarstjóra ekki lækka hlutfallslega jafn mikið og annarra kjörinna fulltrúa og lögði fulltrúar Pírata, Viðreisnar, Vina Kópavogs og Samfylkingar fram breytingartillögu um að lækka ætti laun bæjarstjórans í samræmi við laun annarra. Bæjarfulltrúinn hafi brotið trúnað Þann 1. apríl, lagði Ásdís fram erindi sem varðaði orðalag Sigurbjargar í viðtali sem birt var á Vísi. Hún sakar Sigurbjörgu um alvarlegan trúnaðarbrest í starfi sínu. Í viðtalinu sagði Sigurbjörg frá spurningu sem hún spurði á fundi bæjarráðs um endurskoðun akstursgreiðslna til starfsfólks og svari sem hún fékk. „Hún segir í þessu samhengi áhugavert að í heildartillögunum sé talað sérstaklega um að endurskoða akstursgreiðslur til starfsfólks. Hún hafi spurt um þetta á fundinum og fengið þau svör að þetta ætti til dæmis við um fólk sem starfi við liðveislu. Þau hafi akstursheimild fyrir 75 kílómetra akstri á mánuði og það eigi að endurskoða,“ stendur í fréttinni þar sem haft er eftir Sigurbjörgu. Ásdís segir að ekki hafi verið tekið fram í tillögunni um endurskoðun á reglum um ökutækjastyrki starfsmanna hvaða störf verði tekin til skoðunar. Málið sé viðkvæmt og á enn eftir að taka samtalið við stjórnendur bæjarins. Því hafi það verið trúnaðarbrestur að ræða málið á opinberum vettvangi. „Fundur bæjarráðs er lokaður trúnaðarfundur og óheimilt að skýra frá því sem fram kemur á fundinum umfram það sem stendur í fundargerð. Að mati undirritaðrar er hér um alvarlegan trúnaðarbrest að ræða sem hefur áhrif á traust sem verður að ríkja á milli bæjarfulltrúa sérstaklega þegar unnið er að jafn viðkvæmum málum og hagræðingaraðgerðum sem kunna að hafa áhrif á stöðu og starfsfólks og íbúa,“ skrifar Ásdís í erindi sínu. Segir bæjarstjórann ekki hafa sagt satt og rétt frá Samkvæmt Sigurbjörgu og Ásdísi lagði Sigurbjörg fram erindið sitt einungis nokkrum klukkustundum á eftir Ásdísi, og óskaði eftir afstöðu nefndarinnar um hvort að Ásdís hafi brotið gegn 7. grein siðareglna kjörinna fulltrúa. 7. greinin segir til um að kjörnir fulltrúar eigi að kynna sér málin, koma undirbúin til starfa, segja satt og rétt frá, gæta trúnaðar og sýna sanngirni í hvívetna. Í erindi Sigurbjargar vitnar hún á viðtal sem birt var á Mbl þar sem haft er eftir Ásdísi að „minnihlutinn hafi lagt til að ökutækjastyrkur bæjarstjóra yrði afnuminn.“ Sigurbjörg segir orð Ásdísar í viðtalinu ekki standast sönnun heldur hafi minnihlutinn lagt fram tillögu um að endurskoða ætti aksturgreiðslur bæjarstjóra. „Í ljósi þessa er þess óskað að forsætisnefnd taki afstöðu til þess hvort þessi framsetning bæjarstjóra sé í samræmi við siðareglur, sérstaklega að því er varðar að kynna sér mál og segja satt og rétt frá. Er það mat undirritaðar að ummælin gefi ranga mynd af tillögu minnihlutans og geti þannig haft áhrif á trúverðugleika og traust í störfum bæjarfulltrúa,“ skrifar Sigurbjörg sem situr jafnframt í forsætisnefndinni sem fyrsti varaforseti. Forsætisnefndin ákvað að fresta báðum málum milli funda og starfsmanni nefndarinnar falið að afla frekar upplýsinga um málið. Í samtali við fréttastofu segir Sigurbjörg að úrlausnar sé að vænta á næsta fundi nefndarinnar, þann 24. apríl næstkomandi. Fréttin hefur verið uppfærð þar sem að villa var í fundargerð forsætisnefndarinnar. Áður stóð að Sigurbjörg hefði verið fyrst til að sendi inn erindi þann 1. apríl. Því hefur verið breytt því Ásdís var fyrst til að sendi inn erindi til nefndarinnar og bárust þau samdægurs. Kópavogur Sveitarstjórnarmál Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Á fundi forsætisnefndar Kópavogsbæjar bárust tvær beiðnir um að afstaða yrði tekin varðandi mögulegt brot á siðareglum kjörinna fulltrúa. Annars vegar beiðni Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur, bæjarfulltrúa Pírata, sem segir Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra, hafa brotið gegn siðareglum og hins vegar beiðni Ásdísar sem segir Sigurbjörgu hafa brotið gegn siðareglum. Þetta kemur í kjölfar hagræðingatillagna sem voru lagðar fram af Ásdísi til að mæta auknum kostnaði eftir að kjarasamningar kennara voru samþykktir. Þar á meðal átti að lækka starfshlutfall kjörinna fulltrúa sem nemur um tíu prósenta launalækkun. Sigurbjörg sagði laun Ásdísar sem bæjarstjóra ekki lækka hlutfallslega jafn mikið og annarra kjörinna fulltrúa og lögði fulltrúar Pírata, Viðreisnar, Vina Kópavogs og Samfylkingar fram breytingartillögu um að lækka ætti laun bæjarstjórans í samræmi við laun annarra. Bæjarfulltrúinn hafi brotið trúnað Þann 1. apríl, lagði Ásdís fram erindi sem varðaði orðalag Sigurbjargar í viðtali sem birt var á Vísi. Hún sakar Sigurbjörgu um alvarlegan trúnaðarbrest í starfi sínu. Í viðtalinu sagði Sigurbjörg frá spurningu sem hún spurði á fundi bæjarráðs um endurskoðun akstursgreiðslna til starfsfólks og svari sem hún fékk. „Hún segir í þessu samhengi áhugavert að í heildartillögunum sé talað sérstaklega um að endurskoða akstursgreiðslur til starfsfólks. Hún hafi spurt um þetta á fundinum og fengið þau svör að þetta ætti til dæmis við um fólk sem starfi við liðveislu. Þau hafi akstursheimild fyrir 75 kílómetra akstri á mánuði og það eigi að endurskoða,“ stendur í fréttinni þar sem haft er eftir Sigurbjörgu. Ásdís segir að ekki hafi verið tekið fram í tillögunni um endurskoðun á reglum um ökutækjastyrki starfsmanna hvaða störf verði tekin til skoðunar. Málið sé viðkvæmt og á enn eftir að taka samtalið við stjórnendur bæjarins. Því hafi það verið trúnaðarbrestur að ræða málið á opinberum vettvangi. „Fundur bæjarráðs er lokaður trúnaðarfundur og óheimilt að skýra frá því sem fram kemur á fundinum umfram það sem stendur í fundargerð. Að mati undirritaðrar er hér um alvarlegan trúnaðarbrest að ræða sem hefur áhrif á traust sem verður að ríkja á milli bæjarfulltrúa sérstaklega þegar unnið er að jafn viðkvæmum málum og hagræðingaraðgerðum sem kunna að hafa áhrif á stöðu og starfsfólks og íbúa,“ skrifar Ásdís í erindi sínu. Segir bæjarstjórann ekki hafa sagt satt og rétt frá Samkvæmt Sigurbjörgu og Ásdísi lagði Sigurbjörg fram erindið sitt einungis nokkrum klukkustundum á eftir Ásdísi, og óskaði eftir afstöðu nefndarinnar um hvort að Ásdís hafi brotið gegn 7. grein siðareglna kjörinna fulltrúa. 7. greinin segir til um að kjörnir fulltrúar eigi að kynna sér málin, koma undirbúin til starfa, segja satt og rétt frá, gæta trúnaðar og sýna sanngirni í hvívetna. Í erindi Sigurbjargar vitnar hún á viðtal sem birt var á Mbl þar sem haft er eftir Ásdísi að „minnihlutinn hafi lagt til að ökutækjastyrkur bæjarstjóra yrði afnuminn.“ Sigurbjörg segir orð Ásdísar í viðtalinu ekki standast sönnun heldur hafi minnihlutinn lagt fram tillögu um að endurskoða ætti aksturgreiðslur bæjarstjóra. „Í ljósi þessa er þess óskað að forsætisnefnd taki afstöðu til þess hvort þessi framsetning bæjarstjóra sé í samræmi við siðareglur, sérstaklega að því er varðar að kynna sér mál og segja satt og rétt frá. Er það mat undirritaðar að ummælin gefi ranga mynd af tillögu minnihlutans og geti þannig haft áhrif á trúverðugleika og traust í störfum bæjarfulltrúa,“ skrifar Sigurbjörg sem situr jafnframt í forsætisnefndinni sem fyrsti varaforseti. Forsætisnefndin ákvað að fresta báðum málum milli funda og starfsmanni nefndarinnar falið að afla frekar upplýsinga um málið. Í samtali við fréttastofu segir Sigurbjörg að úrlausnar sé að vænta á næsta fundi nefndarinnar, þann 24. apríl næstkomandi. Fréttin hefur verið uppfærð þar sem að villa var í fundargerð forsætisnefndarinnar. Áður stóð að Sigurbjörg hefði verið fyrst til að sendi inn erindi þann 1. apríl. Því hefur verið breytt því Ásdís var fyrst til að sendi inn erindi til nefndarinnar og bárust þau samdægurs.
Kópavogur Sveitarstjórnarmál Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira