Bílasala í Rússlandi féll um 38% í febrúar Finnur Thorlacius skrifar 12. mars 2015 10:52 Salan í Lada bílum féll ekki eins mikið og hjá mörgum erlendum bílafyrirtækjum. Enn heldur bílasala í Rússlandi áfram að falla og nú sem aldrei fyrr. Febrúar var afar slæmur bílasölumánuður og minnkaði salan frá árinu í fyrra frá 206.526 bílum í 128.298 bíla, eða um 38%. Bílaframleiðendur fór misilla út úr þessum mánuði og til dæmis féll salan hjá PSA/peugeot-Citroën um 83% og um 78% hjá Gord og General Motors. Salan hjá Toyota féll um 37%, Volkswagen seldi 35% færri bíla, Lada 31% færri og Mercedes Benz 16% færri bíla. Hafa verður í huga að margir erlendir bílaframleiðendur hafa tekið bíla sína úr sölu í Rússlandi og sumir þeirra hafa hætt að framleiða bíla í Rússlandi. Skárri var staðan hjá systurfyrirtækjunum Hyundai og Kia en þar féll salan aðeins um 4,8% og 5,6%. AEB hefur spáð 24% minni sölu bíla í ár í Rússlandi en PriceWaterhousCoopers er svartsýnna og spáir 25-35% minni sölu í ár. Heildarminnkunin í ár eftir fyrstu tvo mánuðina er 32%. Því virðist spá PWC raunhæfari. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent
Enn heldur bílasala í Rússlandi áfram að falla og nú sem aldrei fyrr. Febrúar var afar slæmur bílasölumánuður og minnkaði salan frá árinu í fyrra frá 206.526 bílum í 128.298 bíla, eða um 38%. Bílaframleiðendur fór misilla út úr þessum mánuði og til dæmis féll salan hjá PSA/peugeot-Citroën um 83% og um 78% hjá Gord og General Motors. Salan hjá Toyota féll um 37%, Volkswagen seldi 35% færri bíla, Lada 31% færri og Mercedes Benz 16% færri bíla. Hafa verður í huga að margir erlendir bílaframleiðendur hafa tekið bíla sína úr sölu í Rússlandi og sumir þeirra hafa hætt að framleiða bíla í Rússlandi. Skárri var staðan hjá systurfyrirtækjunum Hyundai og Kia en þar féll salan aðeins um 4,8% og 5,6%. AEB hefur spáð 24% minni sölu bíla í ár í Rússlandi en PriceWaterhousCoopers er svartsýnna og spáir 25-35% minni sölu í ár. Heildarminnkunin í ár eftir fyrstu tvo mánuðina er 32%. Því virðist spá PWC raunhæfari.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent