Game of Thrones sýndir í 170 löndum samtímis Samúel Karl Ólason skrifar 10. mars 2015 16:43 Game of Thrones eru gífurlega vinsælir þættir. Mynd/HBO Allir tíu þættir fimmtu þáttaraðar af Game of Thrones þáttunum vinsælu, verða frumsýndir samtímis í yfir 170 löndum og þar með talið Íslandi. Game of Thrones er vinsælasta þáttaröðin sem HBO hefur framleitt, hingað til, og hafa þættirnir ávallt fengið mikið áhorf og verið vel tekið þar sem þeir hafa verið sýndir. Til þessa hefur samstilling á frumsýningum á leiknum sjónvarpsþáttum ekki náð til Íslands en með tilkomu samnings Stöðvar 2 og HBO er hægt að gera þetta að veruleika. Ekki er vitað til þess að nein íslensk sjónvarpsstöð hafi náð þessum áfanga áður með leikna bandaríska sjónvarpsþætti. „Við erum hæst ánægðir með að sjá alþjóðlega samstarfsfélaga okkar færa Game of Thrones, eina ástsælustu sjónvarpsseríu heimsins, til áhorfenda um allan heim. Á sama tíma og þættirnir eru sýndir á HBO í Bandaríkjunum,“ segir Michael Lombardo, forseti HBO, við vefinn Superhype. Game of Thrones hefst 13. apríl n.k. og verða þættirnir sýndir klukkan 01:00, aðfaranótt mánudags og geta því hörðustu aðdáendurnir séð þá á sama tíma og þeir eru frumsýndir í Bandaríkjunum og fjölda annarra landa um heim allan. Eftir frumsýningu koma þeir strax inn á Stöð 2 Frelsi og geta því áskrifendur sem misstu af þættinum horft á hann þegar þeim hentar. Einnig eru þeir sýndir á mánudagskvöldum eins og áskrifendur Stöðvar 2 þekkja vel frá fyrri þáttaröðum þessara vinsælu þátta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá 365. Þeir áskrifendur sem ekki hafa fylgst með þessum vinsælu þáttum frá upphafi geta nú horft á fyrri seríur Game of Thrones á Stöð 2 Maraþon, þegar þeim hentar, eða fylgst með á Gullstöðinni en þeir eru nú endursýndir þar á hverjum degi fram að frumsýningu nýrrar þáttaraðar. Game of Thrones Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Allir tíu þættir fimmtu þáttaraðar af Game of Thrones þáttunum vinsælu, verða frumsýndir samtímis í yfir 170 löndum og þar með talið Íslandi. Game of Thrones er vinsælasta þáttaröðin sem HBO hefur framleitt, hingað til, og hafa þættirnir ávallt fengið mikið áhorf og verið vel tekið þar sem þeir hafa verið sýndir. Til þessa hefur samstilling á frumsýningum á leiknum sjónvarpsþáttum ekki náð til Íslands en með tilkomu samnings Stöðvar 2 og HBO er hægt að gera þetta að veruleika. Ekki er vitað til þess að nein íslensk sjónvarpsstöð hafi náð þessum áfanga áður með leikna bandaríska sjónvarpsþætti. „Við erum hæst ánægðir með að sjá alþjóðlega samstarfsfélaga okkar færa Game of Thrones, eina ástsælustu sjónvarpsseríu heimsins, til áhorfenda um allan heim. Á sama tíma og þættirnir eru sýndir á HBO í Bandaríkjunum,“ segir Michael Lombardo, forseti HBO, við vefinn Superhype. Game of Thrones hefst 13. apríl n.k. og verða þættirnir sýndir klukkan 01:00, aðfaranótt mánudags og geta því hörðustu aðdáendurnir séð þá á sama tíma og þeir eru frumsýndir í Bandaríkjunum og fjölda annarra landa um heim allan. Eftir frumsýningu koma þeir strax inn á Stöð 2 Frelsi og geta því áskrifendur sem misstu af þættinum horft á hann þegar þeim hentar. Einnig eru þeir sýndir á mánudagskvöldum eins og áskrifendur Stöðvar 2 þekkja vel frá fyrri þáttaröðum þessara vinsælu þátta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá 365. Þeir áskrifendur sem ekki hafa fylgst með þessum vinsælu þáttum frá upphafi geta nú horft á fyrri seríur Game of Thrones á Stöð 2 Maraþon, þegar þeim hentar, eða fylgst með á Gullstöðinni en þeir eru nú endursýndir þar á hverjum degi fram að frumsýningu nýrrar þáttaraðar.
Game of Thrones Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira