Tónlist

Damien Rice heldur tvenna tónleika hér á landi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Damien Rice á tónleikum.
Damien Rice á tónleikum. vísir/getty
Írski tónlistarmaðurinn Damien Rice mun halda tvenna tónleika hér á landi í maí.

Þeir fyrri fara fram á stóra sviði Þjóðleikhússins þriðjudaginn 19. maí en þeir síðari í Gamla Bíó mánudaginn 25. maí.

Rice er sannkallaður Íslandsvinur en hann hefur undanfarin áratug spilað reglulega hér á landi. Þar má nefna tónleika á Bræðslunni og Nasa árið 2008.

Í fyrra kom út þriðja plata Írans og ber hún heitið My Favorite Faded Fantasy. Platan var að miklu leiti tekin upp og hljóðblönduð hér á landi.

Miðasala á tónleikana hefst klukkan 09.00 fimmtudaginn 12. mars á Miði.is.


Tengdar fréttir

Fyrsta platan í átta ár

Írski tónlistarmaðurinn Damien Rice sendir frá sér nýja plötu. Hann nýtur aðstoðar mikilla kanóna.

Bartónar sungu með Damien Rice

Réð þá með leynd til að blanda sér meðal gesta og láta sem ekkert væri. Ekki einu sinni umboðsmaðurinn vissi af gjörningnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×