Hviður allt að 55 metrum á sekúndu: „Einum gír ofar en venjulegur stormur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. mars 2015 10:12 Hviður verða allt að 55 metrum á sekúndu á Kjalarnesi, í Hvalfirði, undir Hafnarfjalli og norðan til á Snæfellsnesi. vísir/hörður/auðunn „Veðurspáin er slæm og svona í verri kantinum,“ segir Einar Magnús Einarsson, veðurfræðingur hjá Belgingi, sem var gestur í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi veðurhorfurnar á næstu dögum. Það fer að hvessa ört um hádegisbil suðvestanlands, samkvæmt spá Veðurstofunnar, og fer að snjóa fljótlega upp úr því. Spáð er miklum hvelli sem gengur nokkuð hratt yfir landið. Suðvestanlands er útlit fyrir allt að 28 metrum á sekúndu í eftirmiðdaginn og er vakin athygli á einkar erfiðum akstursskilyrðum á Reykjanesbraut frá klukkan eitt til fimm síðdegis. „Það má alveg búast við vindhraða yfir 25 metra á sekúndu sem er svona einum gír ofar en venjulegur stormur,“ segir Einar. Hviður verða allt að 55 metrum á sekúndu á Kjalarnesi, í Hvalfirði, undir Hafnarfjalli og norðan til á Snæfellsnesi. Einnig vestan til undir Eyjafjöllum. Snjóbylur verður á flestum fjallvegum og fyrst um sinn á láglendi líka, á undan skilum óveðurslægðarinnar. Veðrið gengur yfir um kvöldmatarleitið suðvestanlands og síðar í kvöld annarsstaðar. „Það mun hlýna í skamma stund eftir hádegi, svona fram að kvöldmati. Þá mun aftur kólna með sunnan og suðvestanátt og éljagangi. Þá mun sennilega draga nokkuð úr vindhraða. Versta veðrið verður frá Eyjafjöllum alveg að Snæfellsnesi.“ Einar segir veturinn hafa verið mjög einkennandi fyrir veðurfar á Íslandi. „Ef það er eitthvað sem er einkennandi fyrir veður á Íslandi, þá eru það umhleypingar. Núna hefur þetta verið nokkuð slæmt í langan tíma.“ Veður Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Sjá meira
„Veðurspáin er slæm og svona í verri kantinum,“ segir Einar Magnús Einarsson, veðurfræðingur hjá Belgingi, sem var gestur í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi veðurhorfurnar á næstu dögum. Það fer að hvessa ört um hádegisbil suðvestanlands, samkvæmt spá Veðurstofunnar, og fer að snjóa fljótlega upp úr því. Spáð er miklum hvelli sem gengur nokkuð hratt yfir landið. Suðvestanlands er útlit fyrir allt að 28 metrum á sekúndu í eftirmiðdaginn og er vakin athygli á einkar erfiðum akstursskilyrðum á Reykjanesbraut frá klukkan eitt til fimm síðdegis. „Það má alveg búast við vindhraða yfir 25 metra á sekúndu sem er svona einum gír ofar en venjulegur stormur,“ segir Einar. Hviður verða allt að 55 metrum á sekúndu á Kjalarnesi, í Hvalfirði, undir Hafnarfjalli og norðan til á Snæfellsnesi. Einnig vestan til undir Eyjafjöllum. Snjóbylur verður á flestum fjallvegum og fyrst um sinn á láglendi líka, á undan skilum óveðurslægðarinnar. Veðrið gengur yfir um kvöldmatarleitið suðvestanlands og síðar í kvöld annarsstaðar. „Það mun hlýna í skamma stund eftir hádegi, svona fram að kvöldmati. Þá mun aftur kólna með sunnan og suðvestanátt og éljagangi. Þá mun sennilega draga nokkuð úr vindhraða. Versta veðrið verður frá Eyjafjöllum alveg að Snæfellsnesi.“ Einar segir veturinn hafa verið mjög einkennandi fyrir veðurfar á Íslandi. „Ef það er eitthvað sem er einkennandi fyrir veður á Íslandi, þá eru það umhleypingar. Núna hefur þetta verið nokkuð slæmt í langan tíma.“
Veður Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Sjá meira