Skotland, Norður-Írland, Rúmenía og Albanía nældu sér í öll í þrjú stig, en leikið var í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fer í Frakklandi árið 2016.
Skotland lenti í engum vandræðum með Gíbraltar á heimavelli í dag, en lokatölur urðu 6-1. Gíbraltar skoruðu þó fyrsta mark sitt í sögu landsliðsins og var því heldur betur fagnað.
Steven Fletcher skoraði sitt fyrsta mark síðan hann skoraði gegn Íslandi árið 2009, en hann skoraði með skalla eftir darraðadans í teignum. Skotar með tíu stig eftir fimm leiki í þriðja sætinu. Gíbraltar á botninum með 0 stig.
Kyle Lafferty sá um að afgrreipa Finnland fyrir Norður Írland, en Lafferty skoraði bæði mörk Norður-Írana í 2-1 sigri. Þeir eru í öðru sætinu með tólf stig. Finnland er í því fjórða með fjögur stig.
Í sama riðli sigruðu Rúmenar Færeyja, en Claudiu Keseru skoraði eina mark leiksins. Heppnisstimpill var yfir markinu, en Rúmenar eru á toppnum með 13 stig. Færeyjar eru í fimmta sætinu með þrjú stig.
Albanía kom til baka og gegn Armeníu og náði í mikilvæg þrjú stig í I-riðli. Albanía er með sjö stig í öðru sæti eftir fjóra leiki, en Danmörk er á toppnum einnig með sjö stig. Armenía er á botninum með eitt stig.
Skotland - Gíbraltar 6-1
1-0 Shaun Maloney (víti - 18.), 1-1 Lee Casciaro (20.), 2-1 Steven Fletcher (29.), 3-1 Shaun Malone (víti - 34.), 4-1 Steven Naismith (39.), 5-1 Steven Fletcher (77.), 6-1 Steven Fletcher (90.).
Norður Írland - Finnland 2-1
1-0 Kyle Lafferty (33.), 2-0 Kyle Lafferty (38.), 2-1 Berat Sadik (90.).
Rúmeníu - Færeyjar 1-0
1-0 Claudiu Keseru (21.).
Albanía - Armenía 2-1
0-1 Yura Movsisyan (4.), 1-1 Megim Mavraj (77.), 2-1 Shkelzen Gashi (82.).
Skotar skoruðu sex gegn Gíbraltar
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið




„Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“
Íslenski boltinn

„Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“
Íslenski boltinn

Leikur Grindavíkur færður vegna gossins
Íslenski boltinn


Jota í frægðarhöll Úlfanna
Fótbolti

