Aron Einar kom seinna til móts við liðið en aðrir leikmenn þar sem unnusta, Kristbjörg Jónasdóttir, hans var komin á tíma. Það var þó ekki fyrr en hann var kominn til Kasakstan sem Kristbjörg fæddi þeim son.
Litli guttinn missti þó ekki af leiknum því Kristbjörg og sonurinn horfðu á Aron spila sigurleikinn gegn Kasakstan í gær.
Aron birti mynd af þeim á Instagram, sem má sjá hér að neðan, og þar segist hann ekki geta beðið eftir að hitta þau.
Hann og Eiður Smári héldu heim á leið í dag en kona Eiðs Smára á von á sér. Aðrir leikmenn héldu áfram til Eistlands þar sem liðið spilar vináttulandsleik á þriðjudag.