SFS styrkir doktorsnema til rannsókna á súrnun sjávar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 28. mars 2015 08:07 Hrönn Egilsdóttir og Karen Kjartansdóttir VÍSIR/SFS Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi munu styrkja Hrönn Egilsdóttur, doktorsnema í sjávarlíffræði, til frekari rannsókna á súrnun sjávar við Íslandsstrendur. Hrönn hefur vakið athygli fyrir rannsóknir sínar á súrnun sjávar, fyrirbæri sem kallað hefur verið falinn fylgifiskur loftslagsbreytinga og losun gróðurhúsalofttegunda. „Það að SFS skuli láta sig mál eins og súrnun sjávar varða undirstrikar mikilvægi umhverfismala fyrir þá iðnaði sem byggja afkomu sína á nýtingu auðlinda. Það græðir enginn á ósjálfbærri nýtingu auðlinda,” segir Hrönn. Milliríkjanefnd Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) hefur kallað eftir frekari rannsóknum á súrnun sjávar á norðurslóðum. „Ísland er á versta mögulega stað þegar súrnun sjávar er annars vegar,” sagði Hrönn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í apríl 2014. „ Ólíkt hlýnun jarðar, þar sem við erum kannski á besta stað í heiminum, þá er súrnun sjávar líklega alvarlegri hér en annars staðar. Sjórinn súrnar hratt hér og kalkmyndun er mikil.“ Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, tilkynnti um styrkveitinguna á fundi sem helgaður var súrnun sjávar og samskiptum þjóða. Samtökin munu styðja Hrönn næstu þrjú árin. Þess má geta að á stofnfundi samtakanna síðastliðið haust veitti Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri SFS, Hrönn hvatningsverðlaun fyrir störf sín. Loftslagsmál Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi munu styrkja Hrönn Egilsdóttur, doktorsnema í sjávarlíffræði, til frekari rannsókna á súrnun sjávar við Íslandsstrendur. Hrönn hefur vakið athygli fyrir rannsóknir sínar á súrnun sjávar, fyrirbæri sem kallað hefur verið falinn fylgifiskur loftslagsbreytinga og losun gróðurhúsalofttegunda. „Það að SFS skuli láta sig mál eins og súrnun sjávar varða undirstrikar mikilvægi umhverfismala fyrir þá iðnaði sem byggja afkomu sína á nýtingu auðlinda. Það græðir enginn á ósjálfbærri nýtingu auðlinda,” segir Hrönn. Milliríkjanefnd Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) hefur kallað eftir frekari rannsóknum á súrnun sjávar á norðurslóðum. „Ísland er á versta mögulega stað þegar súrnun sjávar er annars vegar,” sagði Hrönn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í apríl 2014. „ Ólíkt hlýnun jarðar, þar sem við erum kannski á besta stað í heiminum, þá er súrnun sjávar líklega alvarlegri hér en annars staðar. Sjórinn súrnar hratt hér og kalkmyndun er mikil.“ Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, tilkynnti um styrkveitinguna á fundi sem helgaður var súrnun sjávar og samskiptum þjóða. Samtökin munu styðja Hrönn næstu þrjú árin. Þess má geta að á stofnfundi samtakanna síðastliðið haust veitti Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri SFS, Hrönn hvatningsverðlaun fyrir störf sín.
Loftslagsmál Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira