Yfir 200 knattspyrnumenn missa af leiknum á morgun: „Þetta er alveg skelfilegt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2015 14:00 Álftanes vann 4. deildina síðasta sumar. Leikmenn liðsins missa af landsleiknum á morgun. vísir/daníel Fjöldinn allur af íslenskum knattspyrnumönnum og konum missir af fyrri hálfleik eða öllum leik Kasakstan og Íslands í undankeppni EM 2016 á morgun. Strákarnir okkar hefja leik klukkan 15.00 að íslenskum tíma á gervigrasinu í Astana, en á svipuðum tíma fara fram fjórir leikir í C-deild Lengjubikars karla og tveir í C-deild Lengjubikars kvenna. Leikmenn Álftaness og KFR koma verst út úr þessu hjá körlunum líkt og lið Hamranna, Völsungs, Víkings Ólafsvíkur og Grindavíkur hjá konunum. Þau munu missa af öllum leiknum. Þrír leikir í C-deild karla hefjast klukkan 14.00 og munu þau lið ná seinni hálfleik ef þau drífa sig heim eða inn í félagshús.Markavélin Andri Janusson missir af leiknum.vísir/daníelÍ heildina fara fram sex fótboltaleikir á svipuðum tíma og strákarnir okkar spila. Það eru tólf lið og ef öll mæta með fullan leikmannahóp er um að ræða 216 leikmenn. Einn leikur átti að fara fram í A-deild Lengjubikarsins á morgun á sama tíma og landsleikurinn. Það er viðureign Vals og Þórs í Egilshöllinni, en mönnum hefur tekist að færa hann til klukkan 13.00. „Þetta er alveg skelfilegt,“ segir Pétur Ásbjörn Sæmundsson, leikmaður Álftaness, við Vísi. „Maður vill auðvitað sjá leikinn en svona er þetta.“ Vanalega þegar landsliðið spilar liggur íslenskur fótbolti meira og minna í dái en erfitt getur verið að færa til leiki á undirbúningsmótunum. „Þetta kemur svolítið á óvart samt. Ég skil ekki af hverju leikirnir eru ekki færðir fram eða afur um nokkra klukkutíma. Leikurinn verður bara spilaður. Það er ekkert hægt að gera í þessu.“ Pétur býst ekki við að menn fari allt í einu að hrynja niður í meiðsli í kvöld. „Nei, þetta er ekki svo alvarlegt,“ segir hann og hlær við. „Það vilja samt allir sjá leikina þannig þetta er voða spes,“ segir Pétur Ásbjörn Sæmundsson.Leikirnir á morgun:Karlar: 15:30 Álftanes - KFR 14:00 Árborg - Kormákur/Hvöt 14:00 Hvíti riddarinn - Elliði 14:00 Vatnaliljur - StokkseyriKonur: 14:45 Hamrarnir - Völsungur 15:00 Víkingur Ó. - Grindavík Íslenski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári: Ætla ekkert að gera það að vana mínum að grenja í sjónvarpinu Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi „kvaddi“ fyrir hálfu öðru ári en snýr væntanlega aftur í liðið á morgun. 27. mars 2015 10:30 Frá íslensku, yfir á ensku og loks á rússnesku Vandræðalegur blaðamannafundur íslenska landsliðsins í Astana í morgun. 27. mars 2015 11:00 Jón Daði: Gaman að vera með Eiði Smára í þessum hóp Samkeppnin fyrir Jón Daða Böðvarsson og aðra sóknarmenn íslenska landsliðsins minnkaði ekki þegar Eiður Smári Guðjohnsen snéri aftur í íslenska landsliðið. 27. mars 2015 13:00 Birkir: Við erum fínir á þessu gervigrasi líka Birkir Bjarnason segir alla í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta spennta og tilbúna fyrir leikinn á móti Kasakstan á morgun. 27. mars 2015 14:30 Heimir: Bera ekkert minni virðingu fyrir okkur heldur en Tékkum „Við búumst við jöfnun leik og undirbúum okkur undir það," sagði Heimir Hallgrímsson á blaðamannafundi í morgun. 27. mars 2015 09:45 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Fjöldinn allur af íslenskum knattspyrnumönnum og konum missir af fyrri hálfleik eða öllum leik Kasakstan og Íslands í undankeppni EM 2016 á morgun. Strákarnir okkar hefja leik klukkan 15.00 að íslenskum tíma á gervigrasinu í Astana, en á svipuðum tíma fara fram fjórir leikir í C-deild Lengjubikars karla og tveir í C-deild Lengjubikars kvenna. Leikmenn Álftaness og KFR koma verst út úr þessu hjá körlunum líkt og lið Hamranna, Völsungs, Víkings Ólafsvíkur og Grindavíkur hjá konunum. Þau munu missa af öllum leiknum. Þrír leikir í C-deild karla hefjast klukkan 14.00 og munu þau lið ná seinni hálfleik ef þau drífa sig heim eða inn í félagshús.Markavélin Andri Janusson missir af leiknum.vísir/daníelÍ heildina fara fram sex fótboltaleikir á svipuðum tíma og strákarnir okkar spila. Það eru tólf lið og ef öll mæta með fullan leikmannahóp er um að ræða 216 leikmenn. Einn leikur átti að fara fram í A-deild Lengjubikarsins á morgun á sama tíma og landsleikurinn. Það er viðureign Vals og Þórs í Egilshöllinni, en mönnum hefur tekist að færa hann til klukkan 13.00. „Þetta er alveg skelfilegt,“ segir Pétur Ásbjörn Sæmundsson, leikmaður Álftaness, við Vísi. „Maður vill auðvitað sjá leikinn en svona er þetta.“ Vanalega þegar landsliðið spilar liggur íslenskur fótbolti meira og minna í dái en erfitt getur verið að færa til leiki á undirbúningsmótunum. „Þetta kemur svolítið á óvart samt. Ég skil ekki af hverju leikirnir eru ekki færðir fram eða afur um nokkra klukkutíma. Leikurinn verður bara spilaður. Það er ekkert hægt að gera í þessu.“ Pétur býst ekki við að menn fari allt í einu að hrynja niður í meiðsli í kvöld. „Nei, þetta er ekki svo alvarlegt,“ segir hann og hlær við. „Það vilja samt allir sjá leikina þannig þetta er voða spes,“ segir Pétur Ásbjörn Sæmundsson.Leikirnir á morgun:Karlar: 15:30 Álftanes - KFR 14:00 Árborg - Kormákur/Hvöt 14:00 Hvíti riddarinn - Elliði 14:00 Vatnaliljur - StokkseyriKonur: 14:45 Hamrarnir - Völsungur 15:00 Víkingur Ó. - Grindavík
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári: Ætla ekkert að gera það að vana mínum að grenja í sjónvarpinu Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi „kvaddi“ fyrir hálfu öðru ári en snýr væntanlega aftur í liðið á morgun. 27. mars 2015 10:30 Frá íslensku, yfir á ensku og loks á rússnesku Vandræðalegur blaðamannafundur íslenska landsliðsins í Astana í morgun. 27. mars 2015 11:00 Jón Daði: Gaman að vera með Eiði Smára í þessum hóp Samkeppnin fyrir Jón Daða Böðvarsson og aðra sóknarmenn íslenska landsliðsins minnkaði ekki þegar Eiður Smári Guðjohnsen snéri aftur í íslenska landsliðið. 27. mars 2015 13:00 Birkir: Við erum fínir á þessu gervigrasi líka Birkir Bjarnason segir alla í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta spennta og tilbúna fyrir leikinn á móti Kasakstan á morgun. 27. mars 2015 14:30 Heimir: Bera ekkert minni virðingu fyrir okkur heldur en Tékkum „Við búumst við jöfnun leik og undirbúum okkur undir það," sagði Heimir Hallgrímsson á blaðamannafundi í morgun. 27. mars 2015 09:45 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Eiður Smári: Ætla ekkert að gera það að vana mínum að grenja í sjónvarpinu Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi „kvaddi“ fyrir hálfu öðru ári en snýr væntanlega aftur í liðið á morgun. 27. mars 2015 10:30
Frá íslensku, yfir á ensku og loks á rússnesku Vandræðalegur blaðamannafundur íslenska landsliðsins í Astana í morgun. 27. mars 2015 11:00
Jón Daði: Gaman að vera með Eiði Smára í þessum hóp Samkeppnin fyrir Jón Daða Böðvarsson og aðra sóknarmenn íslenska landsliðsins minnkaði ekki þegar Eiður Smári Guðjohnsen snéri aftur í íslenska landsliðið. 27. mars 2015 13:00
Birkir: Við erum fínir á þessu gervigrasi líka Birkir Bjarnason segir alla í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta spennta og tilbúna fyrir leikinn á móti Kasakstan á morgun. 27. mars 2015 14:30
Heimir: Bera ekkert minni virðingu fyrir okkur heldur en Tékkum „Við búumst við jöfnun leik og undirbúum okkur undir það," sagði Heimir Hallgrímsson á blaðamannafundi í morgun. 27. mars 2015 09:45