Blaðamenn frá Kasakstan fjölmenntu á blaðamannafund og opna æfingu íslenska liðsins í morgun. Þeir virtust hafa mikinn áhuga á íslensku strákunum þótt að þeir hafi nú ekki spurt neitt á blaðmannafundinum sjálfum.
Það var þröngt á þingi fyrir framan varamannabekk íslenska liðsins þegar strákarnir gerðu sig tilbúna fyrir æfinguna fyrir framan fullt af ljósmyndurum og sjónvarpssvélum.
Eiður Smári Guðjohnsen fór ekki framhjá þeim og hann var strax gripinn í stutt viðtal eftir að hann kom inn á æfinguna.
Ung blaðakona var síðan svo ánægð með íslensku stjörnuna að hún fékk að taka af sér „selfie" með Eiði Smára eftir viðtalið.
Eiður Smári var samt ekki alveg sloppinn því annar blaðamaður frá Kasakstan greip tækifærið og fékk líka mynd af sér með honum.
Eiður Smári tók öllu með jafnaðargeði enda reyndur þegar kemur að svona hlutum.
Vildu fá „selfie“ með Eiði Smára

Tengdar fréttir

Gríski dómarinn er yngri en Eiður Smári
Gríski dómarinn Anastasios Sidiropoulos mun dæma leik Íslands og Kasakstan í undankeppni EM 2016 en leikurinn fer fram á Astana-leikvanginum á laugardaginn.

Æðislegt að fá Eið Smára aftur í hópinn
Eiður Smári Guðjohnsen er mættur aftur í íslenska landsliðshópinn og strákarnir í liðinu eru ánægðir með að hafa endurheimt hann.

Eiður Smári: Vonandi verð ég bara mættur þegar barnið kemur
Eiginkonur Eiðs Smára Guðjohnsen og Arons Einars Gunnarssonar áttu báðar von á sér þegar þeir fóru í langt flug til Kasakstan.

Mætir þegar maður er valinn í landsliðið
Það stóð ekki á svari frá Eiði Smára Guðjohnsen þegar hann fékk símtalið frá Heimi Hallgrímssyni.

Lars og Eiður ætla að enda ferilinn saman á EM
Lars Lagerbäck og Eiður Smári Guðjohnsen hafa talað saman um að enda saman glæsilega landsliðsferla sína á EM 2016 komist liðið þangað. Eiður Smári er kominn aftur inn í hópinn fyrir leik á móti Kasakstan.