Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er alveg óhræddur við að tala leikinn á móti Kasakstan á laugardaginn sem skyldusigur.
„Þegar við skoðum pappírana og stöðu okkar á FIFA-listanum þá er þetta að sjálfsögðu skyldusigur.
Þessi leikur verður samt ekkert auveldari en þeir á móti Tékkum, Hollendingum eða Tyrkjum. Þeir munu berjast eins og ljón á sínum heimavelli og vilja vinna. Þetta verður því mjög erfitt," sagði Ragnar Sigurðsson.
„Við verðum vel undirbúnir eins og alltaf og mætum grimmir til leiks. Ég myndi segja að það væri alltaf skyldusigur hjá okkur ef við eigum góðan leik. Þetta bara spurningin um að vera tilbúnir að leikdag," sagði Ragnar.
Íslenska liðið vann þrjá fyrstu leiki sína í riðlinum en tapaði síðan í toppslag út í Tékklandi. Nú mætir liðið hinsvegar neðsta liði riðilsins.
„Við erum enn í góðri stöðu. Við misstigum okkur aðeins síðast og vorum hundfúlir með það. Við ætlum okkur þrjú stig í þessum leik. Við þurfum fyrst að vinna þennan leik áður en við getum farið að pæla í einhverju öðru," sagði Ragnar.
Ragnar: Ekki auðveldara en gegn Tékkum, Hollendingum eða Tyrkjum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti

Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn



„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti

Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti

