Stuðningsmenn hafnaboltaliðsins Cleveland Indians eru æfir út í íþróttablaðið Sports Illustrated.
Ástæðan er sú að blaðið spáir því að Indians muni vinna deildina í ár og þar af leiðandi voru tveir leikmenn liðsins settir á forsíðu.
Indians hefur ekki orðið meistari síðan 1948 og stuðningsmenn liðsins eru hjátrúarfullir.
Síðast þótti liðið líklegt til þess að fara alla leið árið 1987. Þá voru þeirra menn settir á forsíðuna og allt fór til fjandans.
Indians lauk keppni með árangur upp á 61 sigurleik og 101 tap. Liðið varð í neðsta sæti Amueríkudeildarinnar það ár og hefur blaðinu meðal annars verið kennt um gengið af stuðningsmönnum.
Stuðningsmenn eru þess vegna á nálum eftir útgáfu nýjasta blaðsins. Leikmenn eru þó í rónni og segjast ekki trúa á „jinx".
Boðar ekki gott fyrir Indians að vera á forsíðunni

Mest lesið





„Þeir spila mjög fast og komast upp með það“
Körfubolti

Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn



