Aron Einar: Þetta er skyldusigur - svo einfalt er það Óskar Ófeigur Jónsson í Astana skrifar 25. mars 2015 16:45 Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, mætti degi síðar en aðrir leikmenn íslenska liðsins til Astana. Hann var þó mættur á æfingu í dag þar sem allir tóku þátt fyrir leikinn mikilvæga gegn Kasakstan í undankeppni EM 2016 á laugardaginn. „Þetta er mikilvægur leikur upp á framhaldið og við viljum halda í Tékka og í burtu frá Hollandi,“ sagði Aron Einar í samtali við Vísi eftir æfingu í dag. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, sagði í viðtali í gær að íslenska liðið væri mætt til að vinna leikinn og allir mættu gera þær kröfur til strákanna. Fyrirliðinn tekur undir orð þjálfarans. „Þetta verður erfiður leikur en skyldsigur ef við ætlum okkur eitthvað. Svo einfalt er það. Við þurfum bara þrjú stig en við vitum það að þetta verður ekki auðvelt því þeir eru ekki að fara að gefa okkur neitt.“ Hverju býst Aron Einar við frá liði Kasakstan sem er með eitt stig í riðlinum eftir fjóra leiki. „Þeir eru djúpir og þeir verjast vel. Við sjáum það að Hollendingarnir skoruðu ekki fyrr en á 60. mínútu á móti þeim. Þeir koma til með að verjast vel, sitja til baka og keyra síðan hratt á okkur þegar þeir eiga tök á því. Við þurfum að búast við því eins og er en við förum betur yfir leikinn þeirra á morgun,“ segir hann. Ísland tapaði fyrsta leiknum í riðlinum gegn Tékkalandi í október en er með níu stig eftir fjóra leiki. „Við höfum verið að fara yfir Tékkaleikinn í gær og í morgun. Við höfum farið yfir það hvað fór úrskeiðis þar sem var ýmislegt. Þetta er jákvætt og við verðum að halda áfram að bæta okkur og ef að við náum því þá eru allir sáttir,“ segir Aron Einar, en hvað með spurningamerkin í liðinu? „Ég veit ekki betur en að allir séu klárir. Kolli er að koma til baka úr meiðslum en spilaði 90 mínútur um daginn. Svo eru fleiri ekki alveg búnir að fá að spila jafnmikið og þeir gerðu fyrir fyrri leikina í riðlinum. Menn eru samt klárir og það eru engin meiðsli að fara að stoppa menn fyrir þennan leik sérstaklega þar sem að þetta er svona mikilvægur leikur.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Á Evrópumeistaramótið í gegnum Asíu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er mætt til Astana í Kasakstan, höfuðborgar landsins sem er af einhverjum ástæðum staðsett í Asíu en spilar í Evrópu. Er von að fólk velti þessu fyrir sér nú þegar landsliðsstrákarnir okkar eru að fara að spila mikilvægan leik í undankeppni EM í meira en fimm þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi. 25. mars 2015 07:15 Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, mætti degi síðar en aðrir leikmenn íslenska liðsins til Astana. Hann var þó mættur á æfingu í dag þar sem allir tóku þátt fyrir leikinn mikilvæga gegn Kasakstan í undankeppni EM 2016 á laugardaginn. „Þetta er mikilvægur leikur upp á framhaldið og við viljum halda í Tékka og í burtu frá Hollandi,“ sagði Aron Einar í samtali við Vísi eftir æfingu í dag. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, sagði í viðtali í gær að íslenska liðið væri mætt til að vinna leikinn og allir mættu gera þær kröfur til strákanna. Fyrirliðinn tekur undir orð þjálfarans. „Þetta verður erfiður leikur en skyldsigur ef við ætlum okkur eitthvað. Svo einfalt er það. Við þurfum bara þrjú stig en við vitum það að þetta verður ekki auðvelt því þeir eru ekki að fara að gefa okkur neitt.“ Hverju býst Aron Einar við frá liði Kasakstan sem er með eitt stig í riðlinum eftir fjóra leiki. „Þeir eru djúpir og þeir verjast vel. Við sjáum það að Hollendingarnir skoruðu ekki fyrr en á 60. mínútu á móti þeim. Þeir koma til með að verjast vel, sitja til baka og keyra síðan hratt á okkur þegar þeir eiga tök á því. Við þurfum að búast við því eins og er en við förum betur yfir leikinn þeirra á morgun,“ segir hann. Ísland tapaði fyrsta leiknum í riðlinum gegn Tékkalandi í október en er með níu stig eftir fjóra leiki. „Við höfum verið að fara yfir Tékkaleikinn í gær og í morgun. Við höfum farið yfir það hvað fór úrskeiðis þar sem var ýmislegt. Þetta er jákvætt og við verðum að halda áfram að bæta okkur og ef að við náum því þá eru allir sáttir,“ segir Aron Einar, en hvað með spurningamerkin í liðinu? „Ég veit ekki betur en að allir séu klárir. Kolli er að koma til baka úr meiðslum en spilaði 90 mínútur um daginn. Svo eru fleiri ekki alveg búnir að fá að spila jafnmikið og þeir gerðu fyrir fyrri leikina í riðlinum. Menn eru samt klárir og það eru engin meiðsli að fara að stoppa menn fyrir þennan leik sérstaklega þar sem að þetta er svona mikilvægur leikur.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Á Evrópumeistaramótið í gegnum Asíu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er mætt til Astana í Kasakstan, höfuðborgar landsins sem er af einhverjum ástæðum staðsett í Asíu en spilar í Evrópu. Er von að fólk velti þessu fyrir sér nú þegar landsliðsstrákarnir okkar eru að fara að spila mikilvægan leik í undankeppni EM í meira en fimm þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi. 25. mars 2015 07:15 Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Á Evrópumeistaramótið í gegnum Asíu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er mætt til Astana í Kasakstan, höfuðborgar landsins sem er af einhverjum ástæðum staðsett í Asíu en spilar í Evrópu. Er von að fólk velti þessu fyrir sér nú þegar landsliðsstrákarnir okkar eru að fara að spila mikilvægan leik í undankeppni EM í meira en fimm þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi. 25. mars 2015 07:15