Hamfarakenndar breytingar á norðurslóðum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 31. mars 2015 18:21 Stórfelldar breytingar eiga sér stað í Norðuríshafi þar sem umfang hafíss minnkar hratt með hækkandi meðalhitastigi Jarðar. Hafeðlisfræðingur segir pólísinn vera táknmynd loftslagsbreytinga og lýsir þróuninni sem hamfarakenndum breytingum. Á þessum tíma árs nær umfang hafíss í Norðuríshafi vetrarhámarki. Á dögunum urðu vísindamenn vitni að því þegar þetta hámark náði sögulegum lægðum. Hlýnun Jarðar er hvað mest á norðurslóðum og Norðurskautið er góður mælikvarði á þessar breytingar. Þegar vetrarís nær hámarki tekur hann að bráðna og í sumar nær hann lágmarki sínu. Minni vetrarís er traust vísbending um um lítinn ís í lok sumars.Guli liturinn sýnir hvernig vetrar-hámarkið hefur minnkað síðan 1980.VÍSIR/NASAMyndband sem bandaríska geimferðastofnunin NASA birti á dögunum sýnir útbreiðslu hafíss á norðurslóðum í vetur. Þar sést hvernig umfang hans fer minnkandi við strendur Rússlands og Alaska, einnig hvernig vetrarhafísinn hefur minnkað á síðustu 35 árum. „Það er minni ís framleiddur í vetur, þegar hann er í hámarki,“ segir Björn Erlingsson, hafeðlisfræðingur. „Þá er minna sem kemur inn á sumarið til bráðnunar og hafið er þá opnara í sumar og þá höfum við nauðsynlega forsendu fyrir því að það verði lítill ís í lok sumars.“ Vísindamenn eru sannfærðir um að bráðnun hafís sé knúin áfram af loftslagsbreytingum. Áætlað er að höfin gleypi 70-80% af hlýnun Jarðar, ef litið er til orkumagns. Áhrifin eru margþætt. Allt frá nýjum siglingaleiðum yfir sumarmánuði, til mögulegra áhrif á veðurfar.Björn Erlingsson, hafeðlisfræðingur.„Það er alveg greinilegt að þessi opnun er að hafa áhrif á veðrakerfin. Það er að verða vindasamara, ísinn streymir hraðar og það eru ýmsar breytingar sem eru til þess að fallnar að hafa víðtæk áhrif á loftslagskerfin.“ Sem dæmi um breytingar á pólhafinu nægir að horfa á uppbrot í Beaufort-hafi. Í myndskeiði sem háskólinn í Delaware tók saman í mars árið 2013 sést hvernig ísbreiðan hrynur í sundur í mars og febrúar. „Ef við setjum þetta í samhengi þá er rúmmál af ísi í pólhafinu í desember svipað og var í sumar-lágmarki 1979. Þannig að það er orðið sumarástand um miðjan vetur samanborið við 1979,“ segir Björn. Eðli málsins samkvæmt getur hafís og bráðnun hans ekki orðið til þess að hækka sjávarborð. Þar með er ekki sagt að bráðnun ísmassa sé ekki áhyggjuefni. Stærra og opnara hafsvæði gleypir meira sólarljós en það sem þakið er hafís. Svæðið hitnar í kjölfarið og sú staðreynd skiptir sannarlega máli þegar framtíð Grænlandsjökuls er annars vegar.Björn segir nýfallið met vetraríssins í pólhafinu ekki koma á óvart.VÍSIR/GETTYBráðni íshella Grænlands, sem er í kringum 2.850.000 rúmkílómetrar af ferskvatni, mun hnattrænt sjávarborð hækka um 7 metra að meðaltali. Grænlandsjökull bráðnar hratt um þessar mundir. Björn segir nýfallið met vetraríssins í pólhafinu ekki koma á óvart. Minnkunin sé stöðug. Þetta á bæði við um útbreiðslu og ísmassa – það er þynnra sem er eftir. Ótrúlegt uppbrot Beaufort-hafi náðist á gervitunglamynd í mars 2013.VÍSIR/HÁSKÓLINN Í DELAWAREÞessar hröðu og miklu breytingar hafa komið vísindamönnum í opna skjöldu enda gera loftslagslíkön ekki ráð fyrir svo mikilli bráðnun. Björn segir tölurnar tala sínu máli. „Í raun og veru segja gögnin miklu skýrari sögu heldur en líkönin sem eru að reyna að lýsa þessu. [...] Líkön eru ófullkomin og það er mikil vinna í gangi við að koma þeim lengra.“ „Alveg frá 2007 hefur mér fundist þetta vera hamfarakenndar breytingar í pólhafinu,“ segir Björn. „Hafísinn hefur orðið merki loftslagsbreytinga. Það er eiginlega synd til þess að vita að við getum skilið þetta betur með rannsóknum og svarað þessari spurningu um hvort að þetta haldi áfram.“ Loftslagsmál Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Stórfelldar breytingar eiga sér stað í Norðuríshafi þar sem umfang hafíss minnkar hratt með hækkandi meðalhitastigi Jarðar. Hafeðlisfræðingur segir pólísinn vera táknmynd loftslagsbreytinga og lýsir þróuninni sem hamfarakenndum breytingum. Á þessum tíma árs nær umfang hafíss í Norðuríshafi vetrarhámarki. Á dögunum urðu vísindamenn vitni að því þegar þetta hámark náði sögulegum lægðum. Hlýnun Jarðar er hvað mest á norðurslóðum og Norðurskautið er góður mælikvarði á þessar breytingar. Þegar vetrarís nær hámarki tekur hann að bráðna og í sumar nær hann lágmarki sínu. Minni vetrarís er traust vísbending um um lítinn ís í lok sumars.Guli liturinn sýnir hvernig vetrar-hámarkið hefur minnkað síðan 1980.VÍSIR/NASAMyndband sem bandaríska geimferðastofnunin NASA birti á dögunum sýnir útbreiðslu hafíss á norðurslóðum í vetur. Þar sést hvernig umfang hans fer minnkandi við strendur Rússlands og Alaska, einnig hvernig vetrarhafísinn hefur minnkað á síðustu 35 árum. „Það er minni ís framleiddur í vetur, þegar hann er í hámarki,“ segir Björn Erlingsson, hafeðlisfræðingur. „Þá er minna sem kemur inn á sumarið til bráðnunar og hafið er þá opnara í sumar og þá höfum við nauðsynlega forsendu fyrir því að það verði lítill ís í lok sumars.“ Vísindamenn eru sannfærðir um að bráðnun hafís sé knúin áfram af loftslagsbreytingum. Áætlað er að höfin gleypi 70-80% af hlýnun Jarðar, ef litið er til orkumagns. Áhrifin eru margþætt. Allt frá nýjum siglingaleiðum yfir sumarmánuði, til mögulegra áhrif á veðurfar.Björn Erlingsson, hafeðlisfræðingur.„Það er alveg greinilegt að þessi opnun er að hafa áhrif á veðrakerfin. Það er að verða vindasamara, ísinn streymir hraðar og það eru ýmsar breytingar sem eru til þess að fallnar að hafa víðtæk áhrif á loftslagskerfin.“ Sem dæmi um breytingar á pólhafinu nægir að horfa á uppbrot í Beaufort-hafi. Í myndskeiði sem háskólinn í Delaware tók saman í mars árið 2013 sést hvernig ísbreiðan hrynur í sundur í mars og febrúar. „Ef við setjum þetta í samhengi þá er rúmmál af ísi í pólhafinu í desember svipað og var í sumar-lágmarki 1979. Þannig að það er orðið sumarástand um miðjan vetur samanborið við 1979,“ segir Björn. Eðli málsins samkvæmt getur hafís og bráðnun hans ekki orðið til þess að hækka sjávarborð. Þar með er ekki sagt að bráðnun ísmassa sé ekki áhyggjuefni. Stærra og opnara hafsvæði gleypir meira sólarljós en það sem þakið er hafís. Svæðið hitnar í kjölfarið og sú staðreynd skiptir sannarlega máli þegar framtíð Grænlandsjökuls er annars vegar.Björn segir nýfallið met vetraríssins í pólhafinu ekki koma á óvart.VÍSIR/GETTYBráðni íshella Grænlands, sem er í kringum 2.850.000 rúmkílómetrar af ferskvatni, mun hnattrænt sjávarborð hækka um 7 metra að meðaltali. Grænlandsjökull bráðnar hratt um þessar mundir. Björn segir nýfallið met vetraríssins í pólhafinu ekki koma á óvart. Minnkunin sé stöðug. Þetta á bæði við um útbreiðslu og ísmassa – það er þynnra sem er eftir. Ótrúlegt uppbrot Beaufort-hafi náðist á gervitunglamynd í mars 2013.VÍSIR/HÁSKÓLINN Í DELAWAREÞessar hröðu og miklu breytingar hafa komið vísindamönnum í opna skjöldu enda gera loftslagslíkön ekki ráð fyrir svo mikilli bráðnun. Björn segir tölurnar tala sínu máli. „Í raun og veru segja gögnin miklu skýrari sögu heldur en líkönin sem eru að reyna að lýsa þessu. [...] Líkön eru ófullkomin og það er mikil vinna í gangi við að koma þeim lengra.“ „Alveg frá 2007 hefur mér fundist þetta vera hamfarakenndar breytingar í pólhafinu,“ segir Björn. „Hafísinn hefur orðið merki loftslagsbreytinga. Það er eiginlega synd til þess að vita að við getum skilið þetta betur með rannsóknum og svarað þessari spurningu um hvort að þetta haldi áfram.“
Loftslagsmál Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda