Grænmetisbændur ósáttir: „Neytandinn vill fá að sjá hvaðan varan kemur“ Jakob Bjarnar og Stefán Árni Pálsson skrifa 30. mars 2015 13:30 Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjubænda. vísir/hag Grænmetisbændur, og þeir sem höndla með íslenskt grænmeti, eru margir hverjir ósáttir við hvernig innflutt grænmeti er merkt og tala jafnvel um blekkingarleik í því samhengi. Altalað er, í ranni grænmetisbænda og söluaðila íslensks grænmetis, að þeir sem flytja inn grænmeti leiki þann leik að endurpakka því sem íslensku: Þeir merkja það þá með íslensku fánaröndinni nema gæta þess að breyta örlítið litunum, þannig að þeir eru eilítið dekkri. Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri garðyrkjumanna, segir gremju gæta meðal þeirra sem höndla með íslenskt grænmeti. „Ég er nú kannski ekki endilega að horfa á að það sé verið að endurpakka því sem íslensku en það má alltaf velta því fyrir sér þegar t.d. grænu kassarnir, sem fólk þekkir og eru notaðir undir íslenskt grænmeti, eru síðan aftur notaðir undir erlent. Þá er bara búið að hella grænmetinu yfir í þá,“ segir Gunnlaugur og bendir á að þá geti fólk heldur betur ruglast á vörum. „Meginkrafan er alltaf voðalega einföld. Neytandinn vill fá að sjá hvaðan varan kemur og það á ekkert að vera eitthvað flókið að finna út úr því, þetta á bara að vera einfalt og klárt.“Er þarna um einskonar blekkingarleik að ræða?„Ef það er þannig að neytandinn kemur heim með vöru sem hann taldi að væri frá einhverjum öðum aðilum eða öðru landi þegar hann keypti hana, þá er greinilega eitthvað að. Við höfum verið að sjá þetta einnig á kjötvörum hér á landi og þetta er eitthvað sem neytendur sætta sig ekkert við, “segir Gunnlaugur Karlsson hjá Sölufélagi garðyrkjumanna. Hann segir að þetta ætti ekki að þurfa að vera neitt vandamál ef menn fara eftir þeim lögum og reglum sem þegar eru í gildi. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Grænmetisbændur, og þeir sem höndla með íslenskt grænmeti, eru margir hverjir ósáttir við hvernig innflutt grænmeti er merkt og tala jafnvel um blekkingarleik í því samhengi. Altalað er, í ranni grænmetisbænda og söluaðila íslensks grænmetis, að þeir sem flytja inn grænmeti leiki þann leik að endurpakka því sem íslensku: Þeir merkja það þá með íslensku fánaröndinni nema gæta þess að breyta örlítið litunum, þannig að þeir eru eilítið dekkri. Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri garðyrkjumanna, segir gremju gæta meðal þeirra sem höndla með íslenskt grænmeti. „Ég er nú kannski ekki endilega að horfa á að það sé verið að endurpakka því sem íslensku en það má alltaf velta því fyrir sér þegar t.d. grænu kassarnir, sem fólk þekkir og eru notaðir undir íslenskt grænmeti, eru síðan aftur notaðir undir erlent. Þá er bara búið að hella grænmetinu yfir í þá,“ segir Gunnlaugur og bendir á að þá geti fólk heldur betur ruglast á vörum. „Meginkrafan er alltaf voðalega einföld. Neytandinn vill fá að sjá hvaðan varan kemur og það á ekkert að vera eitthvað flókið að finna út úr því, þetta á bara að vera einfalt og klárt.“Er þarna um einskonar blekkingarleik að ræða?„Ef það er þannig að neytandinn kemur heim með vöru sem hann taldi að væri frá einhverjum öðum aðilum eða öðru landi þegar hann keypti hana, þá er greinilega eitthvað að. Við höfum verið að sjá þetta einnig á kjötvörum hér á landi og þetta er eitthvað sem neytendur sætta sig ekkert við, “segir Gunnlaugur Karlsson hjá Sölufélagi garðyrkjumanna. Hann segir að þetta ætti ekki að þurfa að vera neitt vandamál ef menn fara eftir þeim lögum og reglum sem þegar eru í gildi.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira