Fótbolti

Barcelona náði sjö stiga forskoti | Sjáið mörkin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Suárez skoraði tvö mörk í leiknum
Luis Suárez skoraði tvö mörk í leiknum Vísir/AFP
Barcelona er komið með sjö stiga forskot á toppi spænsku deildarinnar í fótbolta eftir 4-0 heimasigur á Almería í kvöld.

Lionel Messi og Luis Suárez voru báðir á skotskónum í kvöld en Messi skoraði þó bara eitt og er því enn þremur mörkum á eftir Cristiano Ronaldo í baráttunni um markakóngstitilinn.

Luis Suárez skoraði aftur á móti tvö mörk í leiknum og hefur þar með skorað tíu deildarmörk á tímabilinu.

Barcelona er komið með 74 stig eftir 30 leiki en Real Madrid, sem á leiki inni á móti Rayo Vallecano seinna í kvöld er með 67 stig.

Lionel Messi skoraði fyrsta markið á 33. mínútu með skoti utan úr vítateig og þannig var staðan þar til í seinni hálfleik.

Luis Suárez bætti við öðru marki á 55. mínútu með svipuðu marki eftir að hafa fengið boltann frá Dani Alves út á kanti.

Marc Bartra skallaði síðan inn hornspyrnu Xavi á 75. mínútu og þannig urðu lokatölur leiksins.

Luis Suárez bætti við sínu öðru marki í uppbótartíma leiksins þegar hann skoraði eftir óeigingjarna sendingu frá Pedro.





Lionel Messi kemur Barcelona í 1-0 á móti Almería. Luis Suárez kemur Barcelona í 2-0 á móti Almería. Marc Bartra kemur Barcelona í 3-0 á móti Almería. Luis Suárez kemur Barcelona í 4-0 á móti Almería.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×