Rafbíll í fyrsta sinn mest selda einstaka gerðin hjá BL Finnur Thorlacius skrifar 8. apríl 2015 10:58 Nissan Leaf. Sala bifreiða hjá BL ehf. gekk vel í nýliðnum marsmánuði og er hlutdeild fyrirtækisins á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði (án bílaleiga) 25,1%. Alls voru afhentir 217 bílar í mars, 34 bílum fleiri en í febrúar. Söluhæsta einstaka merkið var Nissan, með alls 67 bíla, þar af 25 Nissan Leaf, og var þetta í fyrsta sinn sem rafbíll var mest selda einstaka bílgerðin hjá BL. Skúli K. Skúlason, framkvæmdastjóri sölusviðs BL, segir bílasöluna aukast samfara hækkandi sól og það eigi einnig við um áhuga á rafbílnum Leaf frá Nissan. „Við sjáum nokkuð skemmtilega dreifingu á Leaf því hún fer vaxandi í öllum markhópum. Við sjáum að fjölskyldufólk horfir í sífellt auknum mæli til Leaf sem fjölskyldubíls, fleiri og fleiri fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu eru að taka hann í sína þjónustu og bílaleigurnar eru einnig farnar að bjóða Leaf á leigu. Bara í marsmánuði fóru sex Leaf til bílaleiga og því markaði síðasti mánuður einnig tímamót á bílaleigumarkaði hvað Leaf varðar,“ segir Skúli. Flest bílaumboð landsins eru nú byrjuð að afhenda bíla í stórum stíl til bílaleiganna og nam sá hluti um 40% af heildarsölu marsmánaðar þegar leigurnar fengu afhenta 432 bíla. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent
Sala bifreiða hjá BL ehf. gekk vel í nýliðnum marsmánuði og er hlutdeild fyrirtækisins á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði (án bílaleiga) 25,1%. Alls voru afhentir 217 bílar í mars, 34 bílum fleiri en í febrúar. Söluhæsta einstaka merkið var Nissan, með alls 67 bíla, þar af 25 Nissan Leaf, og var þetta í fyrsta sinn sem rafbíll var mest selda einstaka bílgerðin hjá BL. Skúli K. Skúlason, framkvæmdastjóri sölusviðs BL, segir bílasöluna aukast samfara hækkandi sól og það eigi einnig við um áhuga á rafbílnum Leaf frá Nissan. „Við sjáum nokkuð skemmtilega dreifingu á Leaf því hún fer vaxandi í öllum markhópum. Við sjáum að fjölskyldufólk horfir í sífellt auknum mæli til Leaf sem fjölskyldubíls, fleiri og fleiri fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu eru að taka hann í sína þjónustu og bílaleigurnar eru einnig farnar að bjóða Leaf á leigu. Bara í marsmánuði fóru sex Leaf til bílaleiga og því markaði síðasti mánuður einnig tímamót á bílaleigumarkaði hvað Leaf varðar,“ segir Skúli. Flest bílaumboð landsins eru nú byrjuð að afhenda bíla í stórum stíl til bílaleiganna og nam sá hluti um 40% af heildarsölu marsmánaðar þegar leigurnar fengu afhenta 432 bíla.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent