Körfubolti

Brook Lopez bakaði tvíburabróður inn í sigurleik

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Brook Lopez er að spila hrikalega vel.
Brook Lopez er að spila hrikalega vel. vísir/getty
Brooklyn Nets komst aftur á sigurbraut í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann flottan heimasigur á Portland Trail Blazers, 106-96.

Brooklyn-liðið hefur litið vel út á undanförnum vikum, en það hefur unnið átta af síðustu tíu leikjum sínum og er í sjöunda sæti Austurdeildarinnar með 36 sigra og 41 tap.

Lykillinn að velgengni Brooklyn er frammistaða miðherjans Brooks Lopez sem hefur spilað frábærlega í undanförnum leikjum. Hann skoraði 32 stig og tók 9 fráköst í nótt og var stigahætur sinna manna.

Hann valtaði yfir tvíburabróður sinn Robin Lopez í liði Portland sem skoraði aðeins átta stig og tók sjö fráköst. Damian Lillard var stigahæstur gestanna með 36 stig.

Portland er í fjórða sæti vesturdeildarinnar en er í harðri baráttu við LA Clippers og San Antonio Spurs sem gætu hæglega lyft sér upp fyrir Portland-liðið passi það sig ekki á endasprettinum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×