Fótbolti

Barcelona endurheimti fjögurra stiga forskot á toppnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Luis Suárez var ekki á skotskónum í kvöld.
Luis Suárez var ekki á skotskónum í kvöld. Vísir/Getty
Barcelona bauð ekki upp á sömu flugeldasýningu og erkifjendur þeirra í Real Madrid þegar liðið sótti Celta Vigo heim í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Aðeins eitt mark var skorað í leiknum en það gerði Jeremy Mathieu með skalla eftir aukaspyrnu Xavi á 73. mínútu. Þetta er annar leikurinn í röð þar sem Mathieu er á skotskónum en hann skoraði fyrra mark Barcelona í sigrinum á Real Madrid um þarsíðustu helgi.

Chile-maðurinn Fabián Orellana fékk að líta rauða spjaldið tveimur mínútum fyrir að krasta grasi í Sergio Busquets, miðjumann Barcelona.

Þetta var fimmti sigur Barcelona í röð en með honum endurheimtu Katalónarnir fjögurra forystu á toppi deildarinnar þegar níu umferðir eru eftir. Börsungar eru nú komnir með 71 stig en Real Madrid kemur næst á eftir með 67.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×