Golf

Gæti misst af Masters vegna veikinda eiginkonu sinnar

Mark Leishman
Mark Leishman Getty
Ástralski kylfingurinn Mark Leishman gæt misst af Masters mótinu í næstu viku eftir að eiginkona hans veiktist alvarlega.

Leishman var valinn nýliði ársins á PGA-mótaröðinni árið 2009 og árið 2013 var hann í baráttu efstu manna á Masters mótinu alveg fram á síðasta hring.

Eiginkona hans, Audrey Hill Leishman, veiktist skyndilega í fyrradag og þurfti á bráðri sjúkrahúsþjónustu að halda en hún féll í yfirlið og var síðar greind með lungnabólgu og sýkingu í öndunarfærum.

Líðan Audrey hefur þó batnað og hún er komin til meðvitundar en í yfirlýsingu sem Leishman fjölskyldan gaf frá sér í gær þakka þau fyrir þann stuðning sem þeim hefur verið veittur á þessum erfiðu tímum.

Þar kemur einnig fram að Mark sé ekki að hugsa um Masters mótið í næstu viku heldur velti þátttaka hans í mótinu eingöngu á heilsu eiginkonu sinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×