Hér á nýbygging Alþingis að rísa Kristján Már Unnarsson skrifar 1. apríl 2015 22:00 Forsætisráðherra hefur kynnt tillögu um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist samkvæmt gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar og verði tilbúin árið 2018, á hundrað ára afmæli fullveldis Íslands. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir mun hagstæðara að Alþingi reisi eigið hús í stað þess að halda áfram að greiða háa húsaleigu í miðborginni. Forsætisráðherra sýndi áhorfendum Stöðvar 2 í fréttunum í kvöld hvernig húsið myndi falla að lóðinni en hún er gegnt Ráðhúsinu á horni Vonarstrætis og Tjarnagötu. Lóðin hefur reyndar lengi verið frátekin fyrir byggingu sem myndi hýsa skrifstofur Alþingis. Tillaga forsætisráðherra, sem ríkisstjórnin hefur fallist á, gerir ráð fyrir að hundrað ára teikning Guðjóns Samúelssonar að viðbyggingu við Alþingishúsið verði nýtt en löguð að nýjum stað.Teikning Guðjóns Samúelssonar fyrir 100 árum.Sigmundur Davíð segir að byggingin sem Guðjón Samúelsson teiknaði fyrir 100 árum falli mjög vel að þörfum þingsins núna og muni falla ágætlega að umhverfinu, það verði mikil prýði af þessari byggingu. Nýjar kynslóðir arkitekta samtímans muni fá einstakt tækifæri til að vinna með Guðjóni að því að reisa þetta glæsilega hús. Nýbygging fyrir Alþingi er ein af nokkrum tillögum um hvernig aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands verði minnst, en aðrar gera meðal annars ráð fyrir nýbyggingu fyrir Stofnun Árna Magnússonar og nýrri Valhöll á Þingvöllum. Forsætisráðherra kynnti forystumönnum stjórnarandstöðu tillögurnar á fundi í morgun. Forsætisráðherra í fréttum Stöðvar 2: Það verður mikil prýði af þessu glæsilega húsi. Alþingi Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Forsætisráðherra hefur kynnt tillögu um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist samkvæmt gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar og verði tilbúin árið 2018, á hundrað ára afmæli fullveldis Íslands. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir mun hagstæðara að Alþingi reisi eigið hús í stað þess að halda áfram að greiða háa húsaleigu í miðborginni. Forsætisráðherra sýndi áhorfendum Stöðvar 2 í fréttunum í kvöld hvernig húsið myndi falla að lóðinni en hún er gegnt Ráðhúsinu á horni Vonarstrætis og Tjarnagötu. Lóðin hefur reyndar lengi verið frátekin fyrir byggingu sem myndi hýsa skrifstofur Alþingis. Tillaga forsætisráðherra, sem ríkisstjórnin hefur fallist á, gerir ráð fyrir að hundrað ára teikning Guðjóns Samúelssonar að viðbyggingu við Alþingishúsið verði nýtt en löguð að nýjum stað.Teikning Guðjóns Samúelssonar fyrir 100 árum.Sigmundur Davíð segir að byggingin sem Guðjón Samúelsson teiknaði fyrir 100 árum falli mjög vel að þörfum þingsins núna og muni falla ágætlega að umhverfinu, það verði mikil prýði af þessari byggingu. Nýjar kynslóðir arkitekta samtímans muni fá einstakt tækifæri til að vinna með Guðjóni að því að reisa þetta glæsilega hús. Nýbygging fyrir Alþingi er ein af nokkrum tillögum um hvernig aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands verði minnst, en aðrar gera meðal annars ráð fyrir nýbyggingu fyrir Stofnun Árna Magnússonar og nýrri Valhöll á Þingvöllum. Forsætisráðherra kynnti forystumönnum stjórnarandstöðu tillögurnar á fundi í morgun. Forsætisráðherra í fréttum Stöðvar 2: Það verður mikil prýði af þessu glæsilega húsi.
Alþingi Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira