Stefna á 85 kílómetra hlaup Rikka skrifar 17. apríl 2015 11:00 Elísabet Margeirsdóttir er með frábær innslög í Íslandi í dag þar sem fjallað er um hinar ýmsu útivistaríþróttir. Áhorfendur fá að kynnast fólki sem stundar þær af einskærri ástríðu en einnig þeim sem eru að stíga fyrstu skrefin. Í þættinum í gær hitti Elísabet langhlauparana Guðna Pál Pálsson og Örvar Steingrímsson sem æfa um þessar mundir fyrir heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum sem fer fram í Annecy í Frakklandi í lok maí. Þeir eru þaulreyndir langhlauparar en hafa aldrei keppt í svona langri vegalengd áður en hlaupið er 85 km langt með 5200 m samanlagðri hæðarhækkun. Þeir eru sammála um að þetta sé alvöru áskorun og við fengum að skyggnast aðeins inn í undirbúning þeirra. Fylgjast má með félögunum á Facebooksíðu þeirra. Í framhaldinu munum við fylgjast með ferðalagi þeirra og heimsækja þriðja liðsfélagann, Þorberg Inga, sem býr á Akureyri. Einnig var farið upp í Heiðmörk og fylgst með tvíþrautarkeppni sem þríþrautarfélagið Ægir 3 heldur hvert ár. Þetta er fyrsta keppni ársins hjá þríþrautafólkinu og yfirleitt talinn vorboðinn ljúfi hjá hópnum. Veðrið var gott en aðstæður mjög erfiðar miðað við árstíma, þungt færi á hlaupastígnum og mikil hálka á hjólaleið. Sannkallaðir harðjaxlar mættu til leiks og við spjölluðum við mótshaldara, sigurvegara karla í A flokki og sigurvegara kvenna í B flokki.Allar nánari upplýsingar um mótið og æfingar hjá Ægi 3 má finna heimasíðu félagsins Heilsa Heilsa video Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun
Elísabet Margeirsdóttir er með frábær innslög í Íslandi í dag þar sem fjallað er um hinar ýmsu útivistaríþróttir. Áhorfendur fá að kynnast fólki sem stundar þær af einskærri ástríðu en einnig þeim sem eru að stíga fyrstu skrefin. Í þættinum í gær hitti Elísabet langhlauparana Guðna Pál Pálsson og Örvar Steingrímsson sem æfa um þessar mundir fyrir heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum sem fer fram í Annecy í Frakklandi í lok maí. Þeir eru þaulreyndir langhlauparar en hafa aldrei keppt í svona langri vegalengd áður en hlaupið er 85 km langt með 5200 m samanlagðri hæðarhækkun. Þeir eru sammála um að þetta sé alvöru áskorun og við fengum að skyggnast aðeins inn í undirbúning þeirra. Fylgjast má með félögunum á Facebooksíðu þeirra. Í framhaldinu munum við fylgjast með ferðalagi þeirra og heimsækja þriðja liðsfélagann, Þorberg Inga, sem býr á Akureyri. Einnig var farið upp í Heiðmörk og fylgst með tvíþrautarkeppni sem þríþrautarfélagið Ægir 3 heldur hvert ár. Þetta er fyrsta keppni ársins hjá þríþrautafólkinu og yfirleitt talinn vorboðinn ljúfi hjá hópnum. Veðrið var gott en aðstæður mjög erfiðar miðað við árstíma, þungt færi á hlaupastígnum og mikil hálka á hjólaleið. Sannkallaðir harðjaxlar mættu til leiks og við spjölluðum við mótshaldara, sigurvegara karla í A flokki og sigurvegara kvenna í B flokki.Allar nánari upplýsingar um mótið og æfingar hjá Ægi 3 má finna heimasíðu félagsins
Heilsa Heilsa video Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun