Peterson má spila á ný

Peterson er einn besti hlaupari síðustu ára í NFL-deildinni en spilaði aðeins einn leik með Vikings á síðasta tímabili. Hann var svo dæmdur í bann eftir að upp komst um að hann hafi refsað fjögurra ára syni sínu með því að hýða hann með trjágrein.
Peterson var kærður en málinu var lokið með dómssátt í lok síðasta árs. Við það fékk hann engu að síður ekki leikheimild og var haldið á sérstökum bannlista sem Roger Goodell, yfirmaður NFL-deildarinnar, heldur utan um.
Peterson er nú hins vegar kominn með leikheimild á ný og verður ekki refsað frekar vegna málsins. Hann verður hins vegar undir nánu eftirliti og verðu umsvifalaust settur aftur í bann ef hann fer ekki eftir skilmálum dómssáttarinnar.
Forráðamenn Vikings hafa sagt að þeir vilji fá Peterson aftur í sínar raðir og er hann samningsbundinn liðinu í þrjú ár í viðbót. Talið er hins vegar að Peterson sé ósáttur við félagið fyrir að styðja sig ekki nægilega vel eftir að málið kom upp í haust og er óvíst hvort að hann mæti á æfingar þegar þær hefjast í næstu viku.
Umboðsmaður Peterson hefur sagt að hann vilji sjá Peterson spila með öðru liði en hann hefur verið orðaður við Dallas Cowboys og Arizona Cardinals. Hann er hins vegar á afar háum samningi hjá Vikings og óvíst hvort að nokkurt annað lið sé reiðubúið að taka við honum í óbreyttu ástandi.
Minnesota Vikings hefur sagt að félagið hafi engan áhuga á að láta Peterson fara.
Tengdar fréttir

Peterson spilar ekki með Vikings á næstunni
Mál hlauparans Adrian Peterson tóku óvæntan snúning í gærkvöld þegar félag hans, Minnesota Vikings, ákvað að halda honum áfram fyrir utan liðið.

Einn besti leikmaður NFL handtekinn fyrir að slá son sinn með trjágrein
Adrian Peterson sem af mörgum er talinn besti hlaupari í NFL deildinni í amerískum fótbolta var handtekinn í gær fyrir að slá fjögurra ára son sinn með trjágrein.

Peterson íhugar að komast á ÓL í Ríó
Adrian Peterson, sem varð heimsfrægur fyrir að flengja fjögurra ára son sinn með trjágrein, íhugar nú að leggja skóna á hilluna.

Peterson segist ekki vera barnaníðingur
Það er fast sótt að einni stærstu stjörnu NFL-deildarinnar, Adrian Peterson, þessa dagana eftir að hann lamdi son sinn með trjágrein.

Enginn fangelsisdómur fyrir að flengja með trjágrein
NFL-hlauparinn Adrian Peterson játaði sig sekan í barnaníðingsmáli en þó með þeim formerkjum að hann þyrfti ekki að fara í fangelsi.

Lofar að flengja ekki aftur með trjágrein
NFL-stjarnan Adrian Peterson hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann var kærður fyrir að flengja fjögurra ára gamlan son sinn með trjágrein.

Nike rifti samningi sínum við Peterson
Íþróttavörurisinn Nike hefur ekki áhuga á að tengja sig við foreldra sem flengja börn sín með trjágreinum.