Tengsl á milli svifryks og ótímabærra andláta Linda Blöndal skrifar 16. apríl 2015 20:00 Þorsteinn Jóhannsson, séfræðingur í loftmengun segir svifryk í Reykjavík hafa breyst mikið undanfarin ár og sót sé nú stærsti hluti þess. Díselknúnir bílar eru mun fleiri en áður og menga mest. Meira sót í svifrykinuMálþing um staðbundin loftgæði í Reykjavík var haldið í dag af Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar Þar kom þar fram að mun meira sót er núna hlutfallslega í svifryksmengun þótt mengunin hafi almennt dregist saman undanfarna áratugi í nærumhverfi borgarbúa. Samsetning svifryks er nú önnur en áður. Meira en helmingur ryksins var af malbiki árið 2003. Hlutfallið var komið niður undir tuttugu prósent árið 2013. Sót vegna útblásturs hefur aftur á móti aukist og er orðið þriðjungur mengunarinnar. Bremsuborðaryk er þá meira eða 13 prósent af menguninni árið 2013 í stað tveggja prósenta árið 2003. Meira af mengunarefnum frá díselbílum„Sótið er þá útblástur frá bílum eingöngu og það er heldur meira sót sem fylgir í díselbílum, þannig þeir eru hugsanlega að leggja meira til mengunarinnar af sóti", sagði Þorsteinn í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Aðspurður hvort það skipti þá máli að fleiri eru á díselbílum en áður segir Þorsteinn að það sé hugsanlegt en það vanti betri upplýsingar. „Díselbílar eru umhverfisvænni að því leyti að þeir losa minna af gróðurhúsalofttegundum en þeir losa meira af öðrum mengunarefnum eins og sóti og nítródíoxíð. Það eru efni sem hafa meiri áhrif á loftgæði í nærumhverfi manna. Þeir eru að losa fimm til tíu sinnum meira en bensínbílar. Þeir losa um tuttugu prósent minna af gróðurhúsalofttegundum". Mengun minnkar nema frá HellisheiðarvirkjunHelstu mengunarefnin sem fara yfir heilsuverndarmörk auk svifryksins eru Nituroxíð vegna díselbrennslu og brennisteinsvetni frá jarðvarmavirkjunum og svo nýlega aska vegna Holuhrauns. Öll loftmengunarefni í nærumhverfinu eru þó að minnka nema brennisteinsvetni frá Hellisheiðavirkjun, segir Þorsteinn Magn svifryks er svipað hér og í mörgum milljónaborgum og svifryksmengun. Almennt er svifryk á Íslandi grófgerðara og frekar úr óvirkum efnum heldur en á meginlandi Evrópu. Meira jarðvegsryk á Íslandi en annars staðar í álfunni. Tengsl svifryks og ótímabærra andlátaSýnt hefur verið fram á tengsl svifryksmengunar og dánartíðni. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt fram á áhrif loftmengunar á heilsu. Áhrifin teljast ekki mikil en marktæk, s.s. tengsl við hjarta og astmalyfjanotkun. Hér á landi er talið að ótímabær dauðsföll vegna PM2,5 svifryks, hafi verið á bilinu 35-72 árið 2011. Ísland kemur þó best út hvað þetta varðar.Mikil aukning fólksbíla með dísilvélMengun í Reykjavík er aðallega frá bílaumferð og mun fleiri eru á díselbílum. Hlutfall fólksbíla með dísilvel var 5,5 prósent ári 1995 en í fyrra var hlutfallið 24 prósent.Bera saman epli og appelsínurKoldíoxíð sem berst frá bensínknúunum bílum eykur gróðurhúsaloftegundir almennt í veröldinni, hin staðbundna mengun svifryksins er hins vegar sú sem ógnar heilsu manna og sú sem orsakast af díselnotkun að mörgu leyti. Þorsteinn segir þó að samanburður á bensín og díselmengun sé eins og að bera saman epli og appelsínur. „Svo skiptir notkun á bílnum máli, stórir flutningabílar sem aka út á land með þungan varning eru örugglega í betri málum með díselbíla en bílar sem eru mikið innanbæjar. En það er margt sem mælir með því að hafa bara bensín eða aðra orkugjafa", segir Þorsteinn. Loftslagsmál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Þorsteinn Jóhannsson, séfræðingur í loftmengun segir svifryk í Reykjavík hafa breyst mikið undanfarin ár og sót sé nú stærsti hluti þess. Díselknúnir bílar eru mun fleiri en áður og menga mest. Meira sót í svifrykinuMálþing um staðbundin loftgæði í Reykjavík var haldið í dag af Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar Þar kom þar fram að mun meira sót er núna hlutfallslega í svifryksmengun þótt mengunin hafi almennt dregist saman undanfarna áratugi í nærumhverfi borgarbúa. Samsetning svifryks er nú önnur en áður. Meira en helmingur ryksins var af malbiki árið 2003. Hlutfallið var komið niður undir tuttugu prósent árið 2013. Sót vegna útblásturs hefur aftur á móti aukist og er orðið þriðjungur mengunarinnar. Bremsuborðaryk er þá meira eða 13 prósent af menguninni árið 2013 í stað tveggja prósenta árið 2003. Meira af mengunarefnum frá díselbílum„Sótið er þá útblástur frá bílum eingöngu og það er heldur meira sót sem fylgir í díselbílum, þannig þeir eru hugsanlega að leggja meira til mengunarinnar af sóti", sagði Þorsteinn í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Aðspurður hvort það skipti þá máli að fleiri eru á díselbílum en áður segir Þorsteinn að það sé hugsanlegt en það vanti betri upplýsingar. „Díselbílar eru umhverfisvænni að því leyti að þeir losa minna af gróðurhúsalofttegundum en þeir losa meira af öðrum mengunarefnum eins og sóti og nítródíoxíð. Það eru efni sem hafa meiri áhrif á loftgæði í nærumhverfi manna. Þeir eru að losa fimm til tíu sinnum meira en bensínbílar. Þeir losa um tuttugu prósent minna af gróðurhúsalofttegundum". Mengun minnkar nema frá HellisheiðarvirkjunHelstu mengunarefnin sem fara yfir heilsuverndarmörk auk svifryksins eru Nituroxíð vegna díselbrennslu og brennisteinsvetni frá jarðvarmavirkjunum og svo nýlega aska vegna Holuhrauns. Öll loftmengunarefni í nærumhverfinu eru þó að minnka nema brennisteinsvetni frá Hellisheiðavirkjun, segir Þorsteinn Magn svifryks er svipað hér og í mörgum milljónaborgum og svifryksmengun. Almennt er svifryk á Íslandi grófgerðara og frekar úr óvirkum efnum heldur en á meginlandi Evrópu. Meira jarðvegsryk á Íslandi en annars staðar í álfunni. Tengsl svifryks og ótímabærra andlátaSýnt hefur verið fram á tengsl svifryksmengunar og dánartíðni. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt fram á áhrif loftmengunar á heilsu. Áhrifin teljast ekki mikil en marktæk, s.s. tengsl við hjarta og astmalyfjanotkun. Hér á landi er talið að ótímabær dauðsföll vegna PM2,5 svifryks, hafi verið á bilinu 35-72 árið 2011. Ísland kemur þó best út hvað þetta varðar.Mikil aukning fólksbíla með dísilvélMengun í Reykjavík er aðallega frá bílaumferð og mun fleiri eru á díselbílum. Hlutfall fólksbíla með dísilvel var 5,5 prósent ári 1995 en í fyrra var hlutfallið 24 prósent.Bera saman epli og appelsínurKoldíoxíð sem berst frá bensínknúunum bílum eykur gróðurhúsaloftegundir almennt í veröldinni, hin staðbundna mengun svifryksins er hins vegar sú sem ógnar heilsu manna og sú sem orsakast af díselnotkun að mörgu leyti. Þorsteinn segir þó að samanburður á bensín og díselmengun sé eins og að bera saman epli og appelsínur. „Svo skiptir notkun á bílnum máli, stórir flutningabílar sem aka út á land með þungan varning eru örugglega í betri málum með díselbíla en bílar sem eru mikið innanbæjar. En það er margt sem mælir með því að hafa bara bensín eða aðra orkugjafa", segir Þorsteinn.
Loftslagsmál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira