Tónlist

Notendur Twitter hrósa Gísla Pálma í hástert: Platan lamaði Plain Vanilla

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Gísli Pálmi
Gísli Pálmi vísir/vilhelm
Fyrsta plata tónlistarmannsins Gísla Pálma kom út í dag en hún er samnefnd kappanum. Platan inniheldur ellefu lög, tíu þeirra eru áður óheyrð, og fæst í Smekkleysu og inn á Tónlist.is.

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég bý til einhvers konar strúktúr fyrir mig sem listamann. Þetta var mikil áskorun fyrir okkur, ekki spurning. Mér fannst mikilvægt að gera plötu núna. Að gera einhvers konar minnisvarða fyrir framtíðina. Ég vildi fanga þetta tímabil undanfarinna ára. Fanga mómentið. Því maður veit ekkert hvenær allt endar,“ sagði Gísli Pálmi í viðtali við Fréttablaðið fyrir skemmstu.

Plötunnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Vísir tók saman nokkur ummæli af samskiptamiðlum um plötuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×