Flóttamenn þurfi að reiða sig á handahófskennd tengsl til að fá löglega málsmeðferð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. apríl 2015 16:26 "Felix fékk synjun á hælisumsókn sinni frá innanríkisráðuneytinu fyrir réttu ári síðan og áfrýjaði þeirri ákvörðun til héraðsdóms. Þá áfrýjun virðist hvergi vera að finna í skrám ríkisins.“ VÍSIR/STEFÁN Hópurinn Ekki fleiri brottvísanir segir að flóttamenn á Íslandi þurfi að reiða sig á handahófskennd tengsl sín við Íslendinga til að fá löglega málsmeðferð. Gagnrýnir hópurinn það harðlega og krefst þess að allir umsækjendur í slíkri stöðu fái hæli umsvifalaust þar til málsmeðferð þeirra hefur verið bætt.Hætt við brottvísun eftir ábendingar aðstandenda Í fréttatilkynningu frá hópnum er greint frá því að hælisleitandinn Felix Bassey hafi beðið þess í ár að máli hans verði áfrýjað til héraðsdóms, eftir að hafa fengið synjun á hælisumsókn sinni frá innanríkisráðuneytinu. Hann hafi á mánudag fengið símtal frá lögreglunni þess efnis að honum yrði vísað úr landi í dag. Hætt hafi verið við brottvísunina rétt fyrir miðnætti eftir ábendingar aðstandenda hans um vankanta í málsmeðferð hans „Felix fékk synjun á hælisumsókn sinni frá innanríkisráðuneytinu fyrir réttu ári síðan og áfrýjaði þeirri ákvörðun til héraðsdóms. Þá áfrýjun virðist hvergi vera að finna í skrám ríkisins. Síðdegis í gær sagði lögmaður Felix að ekkert væri hægt að gera í málinu. Síðan þá hefur lögmaðurinn ekki látið ná í sig,“ segir í tilkynningunni.Fleiri í svipaðri stöðu Bassey er flóttamaður frá Nígeríu og hefur verið á flótta frá árinu 2008. Útlendingastofnun hafði í hyggju að vísa honum til Ítalíu en þar er aðstaða mjög slæm, að því er fram kemur í tilkynningunni. Toshiki Toma, prestur innflytjenda, er á meðal þeirra sem hafa verið Bassey innan handar. Hann tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni í gær og segir þar sex til sjö aðra vera í sambærilegri stöðu og Bassey. Færslur Toma má sjá hér fyrir neðan.Góðar fréttir komnar núna, þó að tímabundnar. Engin brottvísun í kvöld eða á morgun. ÚTL samþykkti að skoða aftur ákvörð...Posted by Toshiki Toma on 14. apríl 2015 Dagurinn reyndist þungur. Var í heimsókn til vina minna (flóttamanna) í Reykjanesbæ. Annar flóttamaður í Reykjavík...Posted by Toshiki Toma on 14. apríl 2015 Í nótt tókst okkur að fá frestað brottvísun manns sem hélt, þar til lögreglan hringdi í hann í fyrradag, að hann biði á...Posted by Ekki fleiri brottvísanir on 15. apríl 2015 Flóttamenn Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Hópurinn Ekki fleiri brottvísanir segir að flóttamenn á Íslandi þurfi að reiða sig á handahófskennd tengsl sín við Íslendinga til að fá löglega málsmeðferð. Gagnrýnir hópurinn það harðlega og krefst þess að allir umsækjendur í slíkri stöðu fái hæli umsvifalaust þar til málsmeðferð þeirra hefur verið bætt.Hætt við brottvísun eftir ábendingar aðstandenda Í fréttatilkynningu frá hópnum er greint frá því að hælisleitandinn Felix Bassey hafi beðið þess í ár að máli hans verði áfrýjað til héraðsdóms, eftir að hafa fengið synjun á hælisumsókn sinni frá innanríkisráðuneytinu. Hann hafi á mánudag fengið símtal frá lögreglunni þess efnis að honum yrði vísað úr landi í dag. Hætt hafi verið við brottvísunina rétt fyrir miðnætti eftir ábendingar aðstandenda hans um vankanta í málsmeðferð hans „Felix fékk synjun á hælisumsókn sinni frá innanríkisráðuneytinu fyrir réttu ári síðan og áfrýjaði þeirri ákvörðun til héraðsdóms. Þá áfrýjun virðist hvergi vera að finna í skrám ríkisins. Síðdegis í gær sagði lögmaður Felix að ekkert væri hægt að gera í málinu. Síðan þá hefur lögmaðurinn ekki látið ná í sig,“ segir í tilkynningunni.Fleiri í svipaðri stöðu Bassey er flóttamaður frá Nígeríu og hefur verið á flótta frá árinu 2008. Útlendingastofnun hafði í hyggju að vísa honum til Ítalíu en þar er aðstaða mjög slæm, að því er fram kemur í tilkynningunni. Toshiki Toma, prestur innflytjenda, er á meðal þeirra sem hafa verið Bassey innan handar. Hann tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni í gær og segir þar sex til sjö aðra vera í sambærilegri stöðu og Bassey. Færslur Toma má sjá hér fyrir neðan.Góðar fréttir komnar núna, þó að tímabundnar. Engin brottvísun í kvöld eða á morgun. ÚTL samþykkti að skoða aftur ákvörð...Posted by Toshiki Toma on 14. apríl 2015 Dagurinn reyndist þungur. Var í heimsókn til vina minna (flóttamanna) í Reykjanesbæ. Annar flóttamaður í Reykjavík...Posted by Toshiki Toma on 14. apríl 2015 Í nótt tókst okkur að fá frestað brottvísun manns sem hélt, þar til lögreglan hringdi í hann í fyrradag, að hann biði á...Posted by Ekki fleiri brottvísanir on 15. apríl 2015
Flóttamenn Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira