Körfubolti

Öflugur sigur Clippers | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Blake Griffin og Zach Randolph voru öflugir í nótt.
Blake Griffin og Zach Randolph voru öflugir í nótt. vísir/afp
Sex leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Los Angeles Clippers vann öflugan átta stiga sigur á Memphis Grizzlies á heimavelli, 94-86.

Stigaskorunin dreifðist vel hjá Clippers en sex leikmenn liðsins skoruðu níu stig eða fleiri. Blake Griffin og J.J. Redick voru stigahæstir þeirra með 18 stig hvor.

Chris Paul átti einnig stórleik með 15 stig og 14 stoðsendingar og þá skoraði DeAndre Jordan 16 stig og tók 16 fráköst.

Zach Randolph var atkvæðamestur í liði Memphis með 21 stig og 13 fráköst. Memphis lék án bæði Mike Conley og Tony Allen sem eru meiddir.

Golden State Warriors komst aftur á sigurbraut þegar liðið lagði Minnesota Timberwolves að velli, 110-101.

Stephen Curry skoraði 34 stig fyrir Golden State sem er þegar búið að tryggja sér efsta sætið í Vesturdeildinni. Klay Thompson kom næstur með 23 stig.

Derrick Rose átti góðan leik þegar Chicago Bulls vann Philadelphia 76ers á heimavelli, 114-107.

Rose, sem sneri nýverið aftur á völlinn eftir erfið meiðsli, skoraði 22 stig, tók sex fráköst og gaf átta stoðsendingar. Pau Gasol var stigahæstur hjá Chicago með 24 stig, auk þess sem hann tók 13 fráköst.

Úrslitin í nótt:

Orlando 79-80 NY Knicks

Toronto 107-104 Miami

Philadelphia 107-114 Chicago

Memphis 86-94 LA Clippers

Utah 111-105 Portland

Minnesota 101-110 Golden State

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×