Ferðamannastaðir verði settir á fjárlög Svavar Hávarðsson skrifar 30. apríl 2015 07:00 Ragnheiður Elín segir að ný áætlun fjögurra ráðuneyta um uppbyggingu ferðamannastaða líti dagsins ljós á næstu vikum. Fréttablaðið/GVA „Í dag sé ég ekki fyrir mér að stjórnvöld taki upp samræmda gjaldtöku til uppbyggingar ferðamannastaða á næstu misserum,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Hún segir að ferðaþjónustan skili sífellt meiri tekjum sem séu rök fyrir því að fé renni beint úr ríkissjóði til að byggja upp og vernda þær náttúruperlur sem eru helsta aðdráttarafl sífellt fleiri ferðamanna sem hingað koma. Fullreynt er með náttúrupassann, í óbreyttri mynd.Uppbygging á fjárlög „Við fjármálaráðherra ræddum strax við upphaf þessa máls að einfaldasta lausnin væri að setja uppbyggingu ferðamannastaða á fjárlög. Í þann farveg virðist mér þetta mál vera að stefna núna, og muni þá keppa um fjármagn við annað sem þarf að sinna – hvort sem það eru heilbrigðismál, menntamál eða aðrir mikilvægir málaflokkar. Þetta er þó þeim takmörkunum háð að það er Alþingi sem fer með fjárlagavaldið og sérstakur tekjustofn verður ekki til staðar sem tryggir langtíma uppbyggingu, nema við náum að móta stefnu til nokkurra ára. Það er það sem stefnt er að núna.“Úr sögunni Eins og komið hefur fram dagaði frumvarp Ragnheiðar um náttúrupassa uppi í atvinnuveganefnd þingsins og því útséð með afgreiðslu málsins á þessu þingi. „Miðað við reynsluna af vinnu síðustu mánaða við þetta mál sé ég ekki fram á að leggja það aftur fram í haust – eða yfirleitt. Það er ljóst að við verðum að fara aðra leið. Það er miður, því hugsunin með náttúrupassanum var að ná utan um þetta viðfangsefni með heildarlausn. Staðreyndin er sú að hagsmunirnir eru of margir, of ólíkir og að vissu leyti ósamrýmanlegir. Þetta er niðurstaðan og ég sagði ítrekað í öllu þessu ferli að ef þessi fjármögnunarleið næði ekki fram að ganga mætti ekki missa sjónar á viðfangsefninu sjálfu sem er mikilvægast í þessu, og það er að tryggja uppbygginguna á þessum stöðum,“ segir Ragnheiður og því er að hennar sögn unnið að nýrri áætlun í samstarfi fjögurra ráðuneyta. Verið er að skilgreina hvaða ferðamannastaðir heyri undir ríkið, hver staðan sé á hverjum þeirra og hvernig uppbygging verður tryggð á næstu árum. „Og hún verður tryggð. Við munum axla okkar ábyrgð,“ segir Ragnheiður og bætir við að þrátt fyrir að erfitt sé að áætla hvað þurfi nákvæmlega til þá sé hægt að gefa sér með nokkurri vissu að milljarð þurfi árlega á næstu árum. Með þá tölu sé unnið í ráðuneytunum fjórum sem koma að verkefninu. „En þá standa einkaaðilar og sveitarfélögin eftir. Fyrst heildarlausnin, náttúrupassinn, verður ekki ofan á verða allir að axla sína ábyrgð, ríkið, sveitarfélögin, einkaaðilar og ferðaþjónustan sjálf. Það er ekki bara hægt að horfa til ríkisins með fjármögnun þessara brýnu verkefna.“Fallin á tíma? Gagnrýni um að ekki sé nóg að gert og þjóðin sé að falla á tíma með uppbyggingu svarar ráðherra að vissulega sé verkefnið brýnt. Á sama tíma fyrir ári hafði 380 milljónum króna verið varið sérstaklega til aðkallandi verkefna sem voru tilbúin, þyldu ekki bið og yrðu að klárast fyrir sumarið. Svo hafi komið í ljós að mörg verkefni fóru ekki af stað fyrr en miklu síðar ýmissa hluta vegna. „Niðurstaða mín í fyrrahaust var að þetta strandar ekki endilega á fjármögnun verkefnanna einni saman heldur einnig á öðrum þáttum eins og skipulagsmálum og hönnun,“ segir Ragnheiður og bætir við að með náttúrupassanum hafi átt að reyna að koma í veg fyrir að þessi staða tefði fyrir uppbyggingu. „Það var eitt sem átti að vinnast með náttúrupassanum – að innleiða langtímahugsun í krafti tryggrar fjármögnunar,“ segir Ragnheiður.Kemur ekki til greina Fjölmargar hugmyndir hafa verið nefndar sem leiðir til heildstæðrar fjármögnunar á uppbyggingu ferðamannastaða. Gistináttagjald er ein þeirra og er þegar innheimt. Gjaldið hefur skilað á sjöunda hundrað milljónum síðan gjaldtakan hófst í byrjun árs 2012. Ragnheiður hafnar hugmyndinni um að hækka einfaldlega gistináttagjaldið. „Engin slík leið er til skoðunar og kemur ekki til greina að mínu mati. Þetta er óhagkvæmur skattstofn vegna fjölda innheimtuaðila fyrir lítið fé, t.d. samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra. Ég tel líka engar líkur á því, eins og umræðan er um þessi mál, að meiri sátt myndi nást um hækkun á gistináttagjaldi, komugjöld – eða hvað annað. Ekki heldur einhvers konar blandaða leið af gjaldtöku sem þessari, eins og stjórnarandstaðan hefur nefnt,“ segir Ragnheiður sem útilokar ekki aðkomu einkaaðila og nefnir dæmi frá nýlegri heimsókn sinni til Ástralíu. Þar sé það ekki litið hornauga þó að einkaaðili byggi upp ýmsa starfsemi eins hótel og reki það innan þjóðgarða þar í landi. „Mér finnst alveg vel koma til greina að skoða málið hérna heima í þessu samhengi.“ Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Í dag sé ég ekki fyrir mér að stjórnvöld taki upp samræmda gjaldtöku til uppbyggingar ferðamannastaða á næstu misserum,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Hún segir að ferðaþjónustan skili sífellt meiri tekjum sem séu rök fyrir því að fé renni beint úr ríkissjóði til að byggja upp og vernda þær náttúruperlur sem eru helsta aðdráttarafl sífellt fleiri ferðamanna sem hingað koma. Fullreynt er með náttúrupassann, í óbreyttri mynd.Uppbygging á fjárlög „Við fjármálaráðherra ræddum strax við upphaf þessa máls að einfaldasta lausnin væri að setja uppbyggingu ferðamannastaða á fjárlög. Í þann farveg virðist mér þetta mál vera að stefna núna, og muni þá keppa um fjármagn við annað sem þarf að sinna – hvort sem það eru heilbrigðismál, menntamál eða aðrir mikilvægir málaflokkar. Þetta er þó þeim takmörkunum háð að það er Alþingi sem fer með fjárlagavaldið og sérstakur tekjustofn verður ekki til staðar sem tryggir langtíma uppbyggingu, nema við náum að móta stefnu til nokkurra ára. Það er það sem stefnt er að núna.“Úr sögunni Eins og komið hefur fram dagaði frumvarp Ragnheiðar um náttúrupassa uppi í atvinnuveganefnd þingsins og því útséð með afgreiðslu málsins á þessu þingi. „Miðað við reynsluna af vinnu síðustu mánaða við þetta mál sé ég ekki fram á að leggja það aftur fram í haust – eða yfirleitt. Það er ljóst að við verðum að fara aðra leið. Það er miður, því hugsunin með náttúrupassanum var að ná utan um þetta viðfangsefni með heildarlausn. Staðreyndin er sú að hagsmunirnir eru of margir, of ólíkir og að vissu leyti ósamrýmanlegir. Þetta er niðurstaðan og ég sagði ítrekað í öllu þessu ferli að ef þessi fjármögnunarleið næði ekki fram að ganga mætti ekki missa sjónar á viðfangsefninu sjálfu sem er mikilvægast í þessu, og það er að tryggja uppbygginguna á þessum stöðum,“ segir Ragnheiður og því er að hennar sögn unnið að nýrri áætlun í samstarfi fjögurra ráðuneyta. Verið er að skilgreina hvaða ferðamannastaðir heyri undir ríkið, hver staðan sé á hverjum þeirra og hvernig uppbygging verður tryggð á næstu árum. „Og hún verður tryggð. Við munum axla okkar ábyrgð,“ segir Ragnheiður og bætir við að þrátt fyrir að erfitt sé að áætla hvað þurfi nákvæmlega til þá sé hægt að gefa sér með nokkurri vissu að milljarð þurfi árlega á næstu árum. Með þá tölu sé unnið í ráðuneytunum fjórum sem koma að verkefninu. „En þá standa einkaaðilar og sveitarfélögin eftir. Fyrst heildarlausnin, náttúrupassinn, verður ekki ofan á verða allir að axla sína ábyrgð, ríkið, sveitarfélögin, einkaaðilar og ferðaþjónustan sjálf. Það er ekki bara hægt að horfa til ríkisins með fjármögnun þessara brýnu verkefna.“Fallin á tíma? Gagnrýni um að ekki sé nóg að gert og þjóðin sé að falla á tíma með uppbyggingu svarar ráðherra að vissulega sé verkefnið brýnt. Á sama tíma fyrir ári hafði 380 milljónum króna verið varið sérstaklega til aðkallandi verkefna sem voru tilbúin, þyldu ekki bið og yrðu að klárast fyrir sumarið. Svo hafi komið í ljós að mörg verkefni fóru ekki af stað fyrr en miklu síðar ýmissa hluta vegna. „Niðurstaða mín í fyrrahaust var að þetta strandar ekki endilega á fjármögnun verkefnanna einni saman heldur einnig á öðrum þáttum eins og skipulagsmálum og hönnun,“ segir Ragnheiður og bætir við að með náttúrupassanum hafi átt að reyna að koma í veg fyrir að þessi staða tefði fyrir uppbyggingu. „Það var eitt sem átti að vinnast með náttúrupassanum – að innleiða langtímahugsun í krafti tryggrar fjármögnunar,“ segir Ragnheiður.Kemur ekki til greina Fjölmargar hugmyndir hafa verið nefndar sem leiðir til heildstæðrar fjármögnunar á uppbyggingu ferðamannastaða. Gistináttagjald er ein þeirra og er þegar innheimt. Gjaldið hefur skilað á sjöunda hundrað milljónum síðan gjaldtakan hófst í byrjun árs 2012. Ragnheiður hafnar hugmyndinni um að hækka einfaldlega gistináttagjaldið. „Engin slík leið er til skoðunar og kemur ekki til greina að mínu mati. Þetta er óhagkvæmur skattstofn vegna fjölda innheimtuaðila fyrir lítið fé, t.d. samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra. Ég tel líka engar líkur á því, eins og umræðan er um þessi mál, að meiri sátt myndi nást um hækkun á gistináttagjaldi, komugjöld – eða hvað annað. Ekki heldur einhvers konar blandaða leið af gjaldtöku sem þessari, eins og stjórnarandstaðan hefur nefnt,“ segir Ragnheiður sem útilokar ekki aðkomu einkaaðila og nefnir dæmi frá nýlegri heimsókn sinni til Ástralíu. Þar sé það ekki litið hornauga þó að einkaaðili byggi upp ýmsa starfsemi eins hótel og reki það innan þjóðgarða þar í landi. „Mér finnst alveg vel koma til greina að skoða málið hérna heima í þessu samhengi.“
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði