Viðskipti innlent

Átta kallaðir fyrir þingnefnd vegna fullyrðinga Víglundar

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Fyrrverandi eigandi BM Vallár hefur fullyrt að lög hafi verið brotin við stofnun nýju viðskiptabankanna í kjölfar hrunsins.
Fyrrverandi eigandi BM Vallár hefur fullyrt að lög hafi verið brotin við stofnun nýju viðskiptabankanna í kjölfar hrunsins.
Átta verða kallaðir fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vegna ásakana sem Víglundur Þorsteinsson, lögmaður og fyrrverandi eigandi BM Vallár, hefur haldið á lofti að undanförnu. Hann fullyrðir að lög hafi verið brotin í tengslum við stofnun nýju bankanna eftir hrun.

RÚV greinir frá því í dag að Víglundur sjálfur verður kallaður fyrir nefndina auk fyrrverandi stjórnenda Fjármálaeftirlitsins; þeim Jónasi Fr. Jónssyni, fyrrverandi forstjóra, Ragnar Hafliðason, fyrrverandi aðstoðarforstjóra, og Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi stjórnarformanni.

Þá verða einnig Jóhannes Karl Sveinsson og Þorsteinn Þorsteinsson, lögmenn sem stóðu að samningagerð við kröfuhafa, Þórður Snær Júlíusson, blaðamaður á Kjarnanum, og Björg Thorarensen, sérfræðingur í stjórnskipunarrétti, kölluð fyrir nefndina, samkvæmt RÚV.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×