„Ansi groddaleg eingreiðsla upp á fjögur þúsund milljónir króna“ Heimir Már Pétursson og Stefán Árni Pálsson skrifa 9. maí 2015 13:39 Guðlaugur Þór Þórðarson. Fréttablaðið/Vilhelm Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd segir ekki liggja fyrir að ríkið yfirtaki lífeyrisskuldbindingar Ríkisútvarpsins eins og stjórn félagsins leggur til að verði gert. Það væri ansi groddaleg eingreiðsla frá skattgreiðendum upp á fjóra milljarða ef þær hugmyndir gengju eftir. Stjórn Ríkisútvarpsins og útvarpsstjóri komu fyrir fjárlaganefnd Alþingis hinn 28. apríl til að fara yfir tillögur til lausnar erfiðri fjárhagsstöðu stofnunarinnar. Nefnd forsætisráðherra, fjármálaráðherra og menntamálaráðherra fer með málefni Ríkisútvarpsins ohf. og aðgerðir til lausnar fjárhagsvanda þess. Nefndin hefur þegar samþykkt að ekki verði að lækkun útvarpsgjaldsins á næsta ári eins og til stóð og mun Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra væntanlega leggja fram frumvarp þar að lútandi í haust.Öllu stærri biti er hins vegar hvernig skuli farið með lífeyrisskuldbindingar Ríkisútvarpsins ohf. Stjórnendur Ríkisútvarpsins leggja til að ríkið létti þeim af stofnuninni. Guðlaugur Þór Þórðarson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis segir enga samþykkt liggja fyrir um yfirtöku ríkisins á þeim. „Það kom okkur á óvart hvað mikið var lagt upp úr því í þeirra hugmyndum að auka framlög skattgreiðenda til stofnunarinnar. Við skulum ekki gleyma því að það er búið að hækka á þessum kjörtímabili framlögin um fimm hundrið milljónir á hverju ári. Ef þessar hugmyndir myndu ganga eftir þá væri þetta bæði hækkun á útvarpsgjaldi og ansi groddaleg eingreiðsla upp á fjögur þúsund milljónir króna,“ segir Guðlaugur. Frá árinu 2006 til 2015 hefur ríkissjóður tekið á sig afskriftir á skuldum Ríkisútvarpsins upp á tvo milljarða króna á verðlagi ársins í ár. Í fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir um 180 milljóna aukafjárveitingu til Ríkisútvarpsins og á móti gerðar kröfur um að Ríkisútvarpið leggi fram áætlanir um tiltekt í rekstrinum fyrir lok marsmánaðar á þessu ári. Stofnunin hefur þegar ákveðið að selja stóra lóð við útvarpshúsið sem áætlað er að skili 1,4 milljarði króna. Guðlaugur Þór segir fjárlaganefnd enn bíða upplýsinga frá Ríkisútvarpinu ohf. Honum finnist ekki koma til greina að létta lífeyrisskuldbindingum af Ríkisútvarpinu. „Ég get ekki séð nein málefnaleg rök fyrir því og ég held að það verði mjög erfitt að horfa framan í aðrar stofnanir ríkisins sem veita grunnþjónustu ef við myndum forgangsraða í þá veru.“ Það væri í andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar sem ákveðið hafi að forgangsraða í þágu heilbrigðis- og velferðamála. „Ef við gengum þessa leið þá myndi þessi ríkisstjórn fyrst og fremst forgangsráða í þágu ríkisfjölmiðla. Ég sé enginn málefnaleg rök fyrir því. Þessi ríkisstjórn hefur og mun áfram forgangsraða í þágu grunnþjónustunnar.“ Alþingi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd segir ekki liggja fyrir að ríkið yfirtaki lífeyrisskuldbindingar Ríkisútvarpsins eins og stjórn félagsins leggur til að verði gert. Það væri ansi groddaleg eingreiðsla frá skattgreiðendum upp á fjóra milljarða ef þær hugmyndir gengju eftir. Stjórn Ríkisútvarpsins og útvarpsstjóri komu fyrir fjárlaganefnd Alþingis hinn 28. apríl til að fara yfir tillögur til lausnar erfiðri fjárhagsstöðu stofnunarinnar. Nefnd forsætisráðherra, fjármálaráðherra og menntamálaráðherra fer með málefni Ríkisútvarpsins ohf. og aðgerðir til lausnar fjárhagsvanda þess. Nefndin hefur þegar samþykkt að ekki verði að lækkun útvarpsgjaldsins á næsta ári eins og til stóð og mun Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra væntanlega leggja fram frumvarp þar að lútandi í haust.Öllu stærri biti er hins vegar hvernig skuli farið með lífeyrisskuldbindingar Ríkisútvarpsins ohf. Stjórnendur Ríkisútvarpsins leggja til að ríkið létti þeim af stofnuninni. Guðlaugur Þór Þórðarson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis segir enga samþykkt liggja fyrir um yfirtöku ríkisins á þeim. „Það kom okkur á óvart hvað mikið var lagt upp úr því í þeirra hugmyndum að auka framlög skattgreiðenda til stofnunarinnar. Við skulum ekki gleyma því að það er búið að hækka á þessum kjörtímabili framlögin um fimm hundrið milljónir á hverju ári. Ef þessar hugmyndir myndu ganga eftir þá væri þetta bæði hækkun á útvarpsgjaldi og ansi groddaleg eingreiðsla upp á fjögur þúsund milljónir króna,“ segir Guðlaugur. Frá árinu 2006 til 2015 hefur ríkissjóður tekið á sig afskriftir á skuldum Ríkisútvarpsins upp á tvo milljarða króna á verðlagi ársins í ár. Í fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir um 180 milljóna aukafjárveitingu til Ríkisútvarpsins og á móti gerðar kröfur um að Ríkisútvarpið leggi fram áætlanir um tiltekt í rekstrinum fyrir lok marsmánaðar á þessu ári. Stofnunin hefur þegar ákveðið að selja stóra lóð við útvarpshúsið sem áætlað er að skili 1,4 milljarði króna. Guðlaugur Þór segir fjárlaganefnd enn bíða upplýsinga frá Ríkisútvarpinu ohf. Honum finnist ekki koma til greina að létta lífeyrisskuldbindingum af Ríkisútvarpinu. „Ég get ekki séð nein málefnaleg rök fyrir því og ég held að það verði mjög erfitt að horfa framan í aðrar stofnanir ríkisins sem veita grunnþjónustu ef við myndum forgangsraða í þá veru.“ Það væri í andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar sem ákveðið hafi að forgangsraða í þágu heilbrigðis- og velferðamála. „Ef við gengum þessa leið þá myndi þessi ríkisstjórn fyrst og fremst forgangsráða í þágu ríkisfjölmiðla. Ég sé enginn málefnaleg rök fyrir því. Þessi ríkisstjórn hefur og mun áfram forgangsraða í þágu grunnþjónustunnar.“
Alþingi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira