Hildur Sig: Tengslin meiri við Snæfell Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2015 06:00 Hildur Sigurðardóttir hefur lagt skóna á hilluna eftir langan og farsælan feril. vísir/valli Hildur Sigurðardóttir gat eflaust ekki hugsað sér betri endi á löngum og farsælum ferli en að verða Íslandsmeistari annað árið í röð með uppeldisfélaginu og vera svo valin besti leikmaður Domino’s-deildar kvenna á lokahófi KKÍ í gær. „Nei, ég held ekki. Það er erfitt að toppa svona endi,“ sagði Hildur en þetta var í fjórða sinn sem hún er valin besti leikmaður úrvalsdeildar kvenna (2003, 2004 og 2014). Snæfell náði að verja Íslandsmeistaratitilinn sem liðið vann í fyrsta sinn í fyrra þrátt fyrir að hafa misst tvo sterka íslenska leikmenn; Hildi Björgu Kjartansdóttur og Guðrúnu Gróu Þorsteinsdóttur. En Snæfellingar endurheimtu Gunnhildi Gunnarsdóttur úr Haukum og Maríu Björnsdóttur úr Val og duttu í lukkupottinn með bandarískan leikmann. „Líkt og í fyrra var ekki ljóst hversu sterkt liðið yrði en svo fengum við Gunnhildi og Maríu aftur heim. Og þegar við fórum að spila saman í haust sáum við að við vorum með lið sem gat orðið Íslandsmeistari,“ sagði Hildur sem bar mikið lof á hina bandarísku Kristen McCarthy sem var valin best erlendi leikmaður deildarinnar á lokahófinu í gær. „Hún er frábær, ekki bara fyrir liðið heldur allt bæjarfélagið. Hún gekk um bæinn í gær og kvaddi fólkið. Hún er alveg yndisleg stelpa og þetta er í fyrsta skipti sem það er virkilega erfitt að kveðja Kana. Þótt manni þyki alltaf vænt um leikmennina tengdist hún okkur sérstökum böndum,“ sagði Hildur en nokkrir leikmenn Snæfells ætla út að heimsækja McCarthy í sumar.Hildur ásamt Öldu Leif Jónsdóttur eftir að Snæfell tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn.vísir/óójHildur er fædd og uppalin í Stykkishólmi en gekk ung í raðir KR þar sem hún vann þrjá Íslandsmeistaratitla. Hún segir að það hafi alltaf verið á stefnuskránni að ljúka ferlinum með uppeldisfélaginu. „Það var alltaf planið en ég gat auðvitað ekki séð að það yrði að veruleika fyrr en það kom framhaldsskóli í Grundarfjörð og leikmenn héldust lengur í Hólminum. Svo komst liðið upp um deild og þá varð þetta að veruleika,“ sagði Hildur og bætti við: „Ég átti mjög góð ár í KR og hef miklar taugar til liðsins en auðvitað eru tengslin meiri við Snæfell. Þessir titlar sem ég hef unnið með liðinu eru einstakir og það er magnað að svona lítið bæjarfélag eigi svona gott lið. Bæði karla- og kvennaliðin hafa verið í fremstu röð á síðustu árum.“ Hildur segir óvíst hvað taki við hjá henni: „Ég er að skoða ýmislegt og hef áhuga á mörgu. En ég verð alltaf tengd íþróttum,“ sagði Hildur sem er menntaður íþróttafræðingur. En kemur þjálfun til greina á næstu árum? „Ég hef þjálfað yngri flokka en ég held að ég fari ekki í meistaraflokksþjálfun strax en ég hef alveg hug á því að reyna mig á þeim vettvangi,“ sagði Hildur Sigurðardóttir að lokum. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Pavel og Hildur bestu leikmenn tímabilsins Leikstjórnendur meistaraliðanna þóttu bera af í Dominos-deildunum í vetur. 8. maí 2015 12:20 Viðtöl við verðlaunahafana á lokahófi KKÍ Lokahóf Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, fór fram í hádeginu í dag. 8. maí 2015 16:43 Sigmundur: Enginn ís með dýfu Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómari Domino's deildum karla og kvenna á lokahófi KKÍ í Laugardalnum í hádeginu í dag. Þetta er í níunda sinn sem Sigmundur hlýtur þessi verðlaun. 8. maí 2015 14:30 Gunnhildur: Alltaf best að spila heima Gunnhildur Gunnarsdóttir var valinn besti varnarmaður Domino's deildar kvenna auk þess að vera í úrvalsliði deildarinnar. 8. maí 2015 13:53 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Fleiri fréttir Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Sjá meira
Hildur Sigurðardóttir gat eflaust ekki hugsað sér betri endi á löngum og farsælum ferli en að verða Íslandsmeistari annað árið í röð með uppeldisfélaginu og vera svo valin besti leikmaður Domino’s-deildar kvenna á lokahófi KKÍ í gær. „Nei, ég held ekki. Það er erfitt að toppa svona endi,“ sagði Hildur en þetta var í fjórða sinn sem hún er valin besti leikmaður úrvalsdeildar kvenna (2003, 2004 og 2014). Snæfell náði að verja Íslandsmeistaratitilinn sem liðið vann í fyrsta sinn í fyrra þrátt fyrir að hafa misst tvo sterka íslenska leikmenn; Hildi Björgu Kjartansdóttur og Guðrúnu Gróu Þorsteinsdóttur. En Snæfellingar endurheimtu Gunnhildi Gunnarsdóttur úr Haukum og Maríu Björnsdóttur úr Val og duttu í lukkupottinn með bandarískan leikmann. „Líkt og í fyrra var ekki ljóst hversu sterkt liðið yrði en svo fengum við Gunnhildi og Maríu aftur heim. Og þegar við fórum að spila saman í haust sáum við að við vorum með lið sem gat orðið Íslandsmeistari,“ sagði Hildur sem bar mikið lof á hina bandarísku Kristen McCarthy sem var valin best erlendi leikmaður deildarinnar á lokahófinu í gær. „Hún er frábær, ekki bara fyrir liðið heldur allt bæjarfélagið. Hún gekk um bæinn í gær og kvaddi fólkið. Hún er alveg yndisleg stelpa og þetta er í fyrsta skipti sem það er virkilega erfitt að kveðja Kana. Þótt manni þyki alltaf vænt um leikmennina tengdist hún okkur sérstökum böndum,“ sagði Hildur en nokkrir leikmenn Snæfells ætla út að heimsækja McCarthy í sumar.Hildur ásamt Öldu Leif Jónsdóttur eftir að Snæfell tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn.vísir/óójHildur er fædd og uppalin í Stykkishólmi en gekk ung í raðir KR þar sem hún vann þrjá Íslandsmeistaratitla. Hún segir að það hafi alltaf verið á stefnuskránni að ljúka ferlinum með uppeldisfélaginu. „Það var alltaf planið en ég gat auðvitað ekki séð að það yrði að veruleika fyrr en það kom framhaldsskóli í Grundarfjörð og leikmenn héldust lengur í Hólminum. Svo komst liðið upp um deild og þá varð þetta að veruleika,“ sagði Hildur og bætti við: „Ég átti mjög góð ár í KR og hef miklar taugar til liðsins en auðvitað eru tengslin meiri við Snæfell. Þessir titlar sem ég hef unnið með liðinu eru einstakir og það er magnað að svona lítið bæjarfélag eigi svona gott lið. Bæði karla- og kvennaliðin hafa verið í fremstu röð á síðustu árum.“ Hildur segir óvíst hvað taki við hjá henni: „Ég er að skoða ýmislegt og hef áhuga á mörgu. En ég verð alltaf tengd íþróttum,“ sagði Hildur sem er menntaður íþróttafræðingur. En kemur þjálfun til greina á næstu árum? „Ég hef þjálfað yngri flokka en ég held að ég fari ekki í meistaraflokksþjálfun strax en ég hef alveg hug á því að reyna mig á þeim vettvangi,“ sagði Hildur Sigurðardóttir að lokum.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Pavel og Hildur bestu leikmenn tímabilsins Leikstjórnendur meistaraliðanna þóttu bera af í Dominos-deildunum í vetur. 8. maí 2015 12:20 Viðtöl við verðlaunahafana á lokahófi KKÍ Lokahóf Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, fór fram í hádeginu í dag. 8. maí 2015 16:43 Sigmundur: Enginn ís með dýfu Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómari Domino's deildum karla og kvenna á lokahófi KKÍ í Laugardalnum í hádeginu í dag. Þetta er í níunda sinn sem Sigmundur hlýtur þessi verðlaun. 8. maí 2015 14:30 Gunnhildur: Alltaf best að spila heima Gunnhildur Gunnarsdóttir var valinn besti varnarmaður Domino's deildar kvenna auk þess að vera í úrvalsliði deildarinnar. 8. maí 2015 13:53 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Fleiri fréttir Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Sjá meira
Pavel og Hildur bestu leikmenn tímabilsins Leikstjórnendur meistaraliðanna þóttu bera af í Dominos-deildunum í vetur. 8. maí 2015 12:20
Viðtöl við verðlaunahafana á lokahófi KKÍ Lokahóf Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, fór fram í hádeginu í dag. 8. maí 2015 16:43
Sigmundur: Enginn ís með dýfu Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómari Domino's deildum karla og kvenna á lokahófi KKÍ í Laugardalnum í hádeginu í dag. Þetta er í níunda sinn sem Sigmundur hlýtur þessi verðlaun. 8. maí 2015 14:30
Gunnhildur: Alltaf best að spila heima Gunnhildur Gunnarsdóttir var valinn besti varnarmaður Domino's deildar kvenna auk þess að vera í úrvalsliði deildarinnar. 8. maí 2015 13:53