Gunnhildur: Alltaf best að spila heima Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2015 13:53 Gunnhildur átti frábært tímabil með Snæfelli. vísir/vilhelm „Það er alltaf gaman að fá viðurkenningu fyrir það sem maður leggur á sig,“ sagði Gunnhildur Gunnarsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Snæfells, í samtali við Vísi eftir lokahóf KKÍ sem fór fram í Laugardalnum í dag. Gunnhildur var valin besti varnarmaður Domino's deildar kvenna auk þess sem hún var í liði ársins.Sjá einnig: Hildur og Pavel best í Domino's deildunum. „Ég hef þroskast mikið sem varnarmaður og legg mikið upp úr því að spila góða vörn. Með góðri vörn kemur góð sókn og þú öðlast sjálftraust með því að standa þig vel í vörninni,“ sagði Gunnhildur sem sneri aftur í Hólminn fyrir tímabilið eftir nokkur ár í Haukum. Hún segist ekki sjá eftir þeirri ákvörðun. „Ég sé alls ekki eftir því. Ég bý fyrir vestan og það er gott að spila fyrir uppeldisfélagið, þótt ég hafi átt góð ár í Haukum. Það er alltaf best að spila heima,“ sagði Gunnhildur ennfremur sem gerir ráð fyrir að vera áfram í Hólminum næstu árin. Snæfell er Íslandsmeistari síðustu tveggja ára en mun væntanlega mæta með nokkuð breytt lið til leiks á næsta tímabili. Hildur Sigurðardóttir, leikmaður ársins og fyrirliði Snæfells, hefur lagt skóna á hilluna og þá ætlar Kristen McCarthy að reyna fyrir sér í sterkari deild. „Hópurinn mun líta öðruvísi út en vonandi fáum við einhverjar duglegar stelpur heim. Svo erum við með unga og efnilega leikmenn. Þessi hópur þarf að stíga eitt skref áfram og bæta sig,“ sagði Gunnhildur og bætti því við að hefðin sem hefur skapast í Snæfelli undanfarin ár sé mikilvæg. „Það er búið að sýna sig að karfan heima er á uppsiglingu. En við erum ekkert með endalaust úrval af leikmönnum. Árgangarnir í skólunum eru litlir og það er mjög mikilvægt að vera með góða þjálfara í yngri flokkunum svo leikmenn skili sér upp í meistaraflokkinn. „Það er gott fyrir yngri leikmenn að sjá að það er hægt að gera góða hluti,“ sagði Gunnhildur að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Sjá meira
„Það er alltaf gaman að fá viðurkenningu fyrir það sem maður leggur á sig,“ sagði Gunnhildur Gunnarsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Snæfells, í samtali við Vísi eftir lokahóf KKÍ sem fór fram í Laugardalnum í dag. Gunnhildur var valin besti varnarmaður Domino's deildar kvenna auk þess sem hún var í liði ársins.Sjá einnig: Hildur og Pavel best í Domino's deildunum. „Ég hef þroskast mikið sem varnarmaður og legg mikið upp úr því að spila góða vörn. Með góðri vörn kemur góð sókn og þú öðlast sjálftraust með því að standa þig vel í vörninni,“ sagði Gunnhildur sem sneri aftur í Hólminn fyrir tímabilið eftir nokkur ár í Haukum. Hún segist ekki sjá eftir þeirri ákvörðun. „Ég sé alls ekki eftir því. Ég bý fyrir vestan og það er gott að spila fyrir uppeldisfélagið, þótt ég hafi átt góð ár í Haukum. Það er alltaf best að spila heima,“ sagði Gunnhildur ennfremur sem gerir ráð fyrir að vera áfram í Hólminum næstu árin. Snæfell er Íslandsmeistari síðustu tveggja ára en mun væntanlega mæta með nokkuð breytt lið til leiks á næsta tímabili. Hildur Sigurðardóttir, leikmaður ársins og fyrirliði Snæfells, hefur lagt skóna á hilluna og þá ætlar Kristen McCarthy að reyna fyrir sér í sterkari deild. „Hópurinn mun líta öðruvísi út en vonandi fáum við einhverjar duglegar stelpur heim. Svo erum við með unga og efnilega leikmenn. Þessi hópur þarf að stíga eitt skref áfram og bæta sig,“ sagði Gunnhildur og bætti því við að hefðin sem hefur skapast í Snæfelli undanfarin ár sé mikilvæg. „Það er búið að sýna sig að karfan heima er á uppsiglingu. En við erum ekkert með endalaust úrval af leikmönnum. Árgangarnir í skólunum eru litlir og það er mjög mikilvægt að vera með góða þjálfara í yngri flokkunum svo leikmenn skili sér upp í meistaraflokkinn. „Það er gott fyrir yngri leikmenn að sjá að það er hægt að gera góða hluti,“ sagði Gunnhildur að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Sjá meira