Pavel og Hildur bestu leikmenn tímabilsins Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. maí 2015 12:20 Hildur Sigurðardóttir hlaðin verðlaunum. vísir/valli Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi KR, og Hildur Sigurðardóttir, leikstjórnandi Snæfells, voru kjörin bestu leikmenn tímabilsins í Dominos-deildum karla og kvenna á lokahófi KKÍ sem fór fram í Laugardalnum í hádeginu í dag. Pavel var frábær í deildakeppninni þar til hann meiddist, en hann kom aftur inn í úrslitakeppninni og leiddi sitt lið til sigurs gegn Tindastóli í lokaúrslitunum. Hann spilaði í heildina 24 leiki á tímabilinu og skoraði 11,4 stig að meðaltali í leik, tók 9,4 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Annað árið í röð leiddi Hildur Sigurðardóttir Snæfelsstúlkur til Íslandsmeistaratitils, en hún var frábær á tímabilinu. Hildur skoraði 13,5 stig að meðaltali í leikjunum 35 sem hún spilaði á tímabilinu, tók 9,3 fráköst og gaf 5,9 stoðsendingar.Pavel tekur við sínum viðurkenningum.vísir/valliHún var mögnuð í lokaúrslitunum, sérstaklega á lokamínútunum í þriðja leiknum gegn Keflavík þar sem Snæfell tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Hildur lagði skóna á hilluna eftir tímabilið en kveður sem fimmfaldur Íslandsmeistari og besti leikmaður ársins. Israel Martin, þjálfari Tindastóls, var kjörinn besti þjálfarinn, en hann kom nýliðum Tindastóls í lokaúrslitin þar sem Stólarnir töpuðu gegn KR, 3-1. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var kjörinn bestur í kvennadeildinni, en hann gerði Snæfellsliðið að deildar- og Íslandsmeisturum. Michael Craion var kjörinn besti erlendi leikmaðurinn í Dominos-deild karla og Kristen McCarthy best í Dominos-deild kvenna. Hér að neðan má sjá öll verðlaunin og úrvalsliðin sem einnig voru tilkynnt á lokahófinu í dag.Dominos-deild karla:Besti leikmaður: Pavel Ermolinskij, KRBesti erlendi leikmaðurinn: Michael Craion, KRÞjálfari ársins: Israel Martin, TindastóllVarnarmaður ársins: Darri Hilmarsson, KRBesti ungi leikmaðurinn: Pétur Rúnar Birgisson, TindastóllPrúðasti leikmaðurinn: Darri Hilmarsson KRLið ársins: Grétar Ingi Erlendsson, Þór Þorlákshöfn Darrel Lewis, Tindastóll Helgi Már Magnússon, KR Logi Gunnarsson, Njarðvík Pavel Ermolinskij, KRIngi Þór Steinþórsson.vísir/stefánDominos-deild kvenna:Besti leikmaður: Hildur Sigurðardóttir, SnæfellBesti erlendi leikmaðurinn: Kristen McCarthy, SnæfellÞjálfari ársins: Ingi Þór Steinþórsson, SnæfellVarnarmaður ársins: Gunnhildur Gunnarsdóttir, SnæfellBesti ungi leikmaðurinn: Sara Rún Hinriksdóttir, KeflavíkPrúðasti leikmaðurinn: Hildur Sigurðardóttir, SnæfellLið ársins: Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík Sara Rún Hinriksdóttir, Keflavík Petrúnella Skúladóttir, Grindavík Gunnhildur Gunnarsdóttir, Snæfell Hildur Sigurðardóttir, SnæfellBesti dómarinn í Dominos-deildunum: Sigmundur Már Herbertsson1. deild karla:Besti leikmaður: Ari Gylfason, FSuBesti ungi leikmaðurinn: Erlendur Ágúst Stefánsson, FSuÞjálfari ársins: Viðar Hafsteinsson, HötturLið ársins: Hreinn Gunnar Birgisson, Höttur Fannar Freyr Helgason, ÍA Örn Sigurðarson, Hamar Hlynur Hreinsson, FSu Ari Gylfason, Fsu1. deild kvenna: Besti leikmaður: Bryndís Hanna Hreinsdóttir, Stjarnan Besti ungi leikmaðurinn: Eva Margrét Kristjánsdóttir, KFÍ Þjálfari ársins: Sævaldur Bjarnason, StjarnanLið ársins: Bríet Lilja Sigurðardóttir, Tindastóll Eva Margrét Kristjánsdóttir, KFÍ Eva María Emilsdóttir, Stjarnan Erna Hákonardóttir, Njarðvík Bryndís Hanna Hreinsdóttir, Stjarnan Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi KR, og Hildur Sigurðardóttir, leikstjórnandi Snæfells, voru kjörin bestu leikmenn tímabilsins í Dominos-deildum karla og kvenna á lokahófi KKÍ sem fór fram í Laugardalnum í hádeginu í dag. Pavel var frábær í deildakeppninni þar til hann meiddist, en hann kom aftur inn í úrslitakeppninni og leiddi sitt lið til sigurs gegn Tindastóli í lokaúrslitunum. Hann spilaði í heildina 24 leiki á tímabilinu og skoraði 11,4 stig að meðaltali í leik, tók 9,4 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Annað árið í röð leiddi Hildur Sigurðardóttir Snæfelsstúlkur til Íslandsmeistaratitils, en hún var frábær á tímabilinu. Hildur skoraði 13,5 stig að meðaltali í leikjunum 35 sem hún spilaði á tímabilinu, tók 9,3 fráköst og gaf 5,9 stoðsendingar.Pavel tekur við sínum viðurkenningum.vísir/valliHún var mögnuð í lokaúrslitunum, sérstaklega á lokamínútunum í þriðja leiknum gegn Keflavík þar sem Snæfell tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Hildur lagði skóna á hilluna eftir tímabilið en kveður sem fimmfaldur Íslandsmeistari og besti leikmaður ársins. Israel Martin, þjálfari Tindastóls, var kjörinn besti þjálfarinn, en hann kom nýliðum Tindastóls í lokaúrslitin þar sem Stólarnir töpuðu gegn KR, 3-1. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var kjörinn bestur í kvennadeildinni, en hann gerði Snæfellsliðið að deildar- og Íslandsmeisturum. Michael Craion var kjörinn besti erlendi leikmaðurinn í Dominos-deild karla og Kristen McCarthy best í Dominos-deild kvenna. Hér að neðan má sjá öll verðlaunin og úrvalsliðin sem einnig voru tilkynnt á lokahófinu í dag.Dominos-deild karla:Besti leikmaður: Pavel Ermolinskij, KRBesti erlendi leikmaðurinn: Michael Craion, KRÞjálfari ársins: Israel Martin, TindastóllVarnarmaður ársins: Darri Hilmarsson, KRBesti ungi leikmaðurinn: Pétur Rúnar Birgisson, TindastóllPrúðasti leikmaðurinn: Darri Hilmarsson KRLið ársins: Grétar Ingi Erlendsson, Þór Þorlákshöfn Darrel Lewis, Tindastóll Helgi Már Magnússon, KR Logi Gunnarsson, Njarðvík Pavel Ermolinskij, KRIngi Þór Steinþórsson.vísir/stefánDominos-deild kvenna:Besti leikmaður: Hildur Sigurðardóttir, SnæfellBesti erlendi leikmaðurinn: Kristen McCarthy, SnæfellÞjálfari ársins: Ingi Þór Steinþórsson, SnæfellVarnarmaður ársins: Gunnhildur Gunnarsdóttir, SnæfellBesti ungi leikmaðurinn: Sara Rún Hinriksdóttir, KeflavíkPrúðasti leikmaðurinn: Hildur Sigurðardóttir, SnæfellLið ársins: Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík Sara Rún Hinriksdóttir, Keflavík Petrúnella Skúladóttir, Grindavík Gunnhildur Gunnarsdóttir, Snæfell Hildur Sigurðardóttir, SnæfellBesti dómarinn í Dominos-deildunum: Sigmundur Már Herbertsson1. deild karla:Besti leikmaður: Ari Gylfason, FSuBesti ungi leikmaðurinn: Erlendur Ágúst Stefánsson, FSuÞjálfari ársins: Viðar Hafsteinsson, HötturLið ársins: Hreinn Gunnar Birgisson, Höttur Fannar Freyr Helgason, ÍA Örn Sigurðarson, Hamar Hlynur Hreinsson, FSu Ari Gylfason, Fsu1. deild kvenna: Besti leikmaður: Bryndís Hanna Hreinsdóttir, Stjarnan Besti ungi leikmaðurinn: Eva Margrét Kristjánsdóttir, KFÍ Þjálfari ársins: Sævaldur Bjarnason, StjarnanLið ársins: Bríet Lilja Sigurðardóttir, Tindastóll Eva Margrét Kristjánsdóttir, KFÍ Eva María Emilsdóttir, Stjarnan Erna Hákonardóttir, Njarðvík Bryndís Hanna Hreinsdóttir, Stjarnan
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira