Upprifjun: Robbi Gunn var í Fylkisliðinu sem skellti Arnari og félögum 6-1 fyrir 19 árum Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. maí 2015 12:30 Fylkir og Breiðablik mætast í lokaleik fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta á Fylkisvelli klukkan 19.15 í kvöld. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á sunnudagskvöldið en var færður vegna vallarskilyrða á Fylkisvelli. Árbæingar vildu vera með völlinn í góðu standi fyrir fjögurra leikja törn um miðjan mánuðinn. Þetta er í annað skiptið á síðustu 19 árum sem Breiðablik og Fylkir eigast við í fyrstu umferð, en þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í fyrstu umferð Sjóvá-Almennra deildarinnar árið 1996 fengu Blikar skell. Fylkir var þá nýliði í deildinni en byrjaði af krafti og vann 6-1 sigur. Það er stærsti sigur nýliða í fyrstu umferð síðustu 30 árin.1-0 yfir í hálfleik Það sem er í raun ótrúlegast við leikinn er að Breiðablik var 1-0 yfir í hálfleik þökk sé fallegu marki Sævars Péturssonar, bróður Lindu Pé, sem er framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KA í dag. Nýliðunum héldu engin bönd í seinni hálfleik, en þeir settu sex mörk á Blikana. Andri Marteinsson, sem hafði komið frá Þór um veturinn, kom gestunum á bragðið á 53. mínútu og Enes Cogis kom Fylki yfir, 2-1, þremur mínútum síðar. Fylkisgoðsögnin Kristinn Tómasson kom Árbæjarliðinu í 3-1 á 57. mínútu, en þá voru Fylkismenn búnir að skora þrjú mörk á fjögurra mínútna kafla. Erfiður dagur fyrir Hajrudin Cardaklija í markinu sem gekk í raðir Leifturs eftir tímabilið. Þórhallur Dan Jóhannsson bætti við fjórða markinu áður en Kristinn Tómasson og Erlendur Þór Gunnarsson innsigluðu stórsigur Fylkis, 6-1, á 80. og 82. mínútu.Bæði lið fóru niður Arnar Grétarsson, núverandi þjálfari Breiðabliks, var fyrirliði Breiðabliks þetta tímabilið, en í liðinu voru leikmenn á borð við Skagamanninn Pálma Haraldsson og Hákon Sverrisson. Eftir að sleppa naumlega við fall sumarið áður fóru Blikarnir niður í lok tímabilsins 1996. Þrátt fyrir að vera með nokkuð sterkt lið og leikmenn á borð við Kjartan Sturluson, Enes Cogic, Ólaf Stígson, Andra Marteinsson, Finn Kolbeinsson og Kristinn Tómasson fylgdu Fylkismenn Blikum niður um deild. Verðandi silfurhetja var í leikmannahópnum hjá Fylki, en varamarkvörður liðsins var Róbert Gunnarsson, línumaður íslenska landsliðsins í handbolta. Róbert var efnilegur knattspyrnumarkvörður á árum áður. Vonandi fyrir áhorfendur í kvöld verður boðið upp á sjö mörk eða fleiri, en Arnar Grétarsson vonast vafalítið eftir því að fá ekki sömu útreið í fyrstu umferð gegn Fylki og hann gerði sem fyrirliði liðsins fyrir 19 árum síðan. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar: Barátta umfram gæði í „Glasgow“-slag KR og FH Breiðablik hefur leik í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið heimsækir Fylki í Árbæinn. 7. maí 2015 11:30 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Fylkir og Breiðablik mætast í lokaleik fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta á Fylkisvelli klukkan 19.15 í kvöld. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á sunnudagskvöldið en var færður vegna vallarskilyrða á Fylkisvelli. Árbæingar vildu vera með völlinn í góðu standi fyrir fjögurra leikja törn um miðjan mánuðinn. Þetta er í annað skiptið á síðustu 19 árum sem Breiðablik og Fylkir eigast við í fyrstu umferð, en þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í fyrstu umferð Sjóvá-Almennra deildarinnar árið 1996 fengu Blikar skell. Fylkir var þá nýliði í deildinni en byrjaði af krafti og vann 6-1 sigur. Það er stærsti sigur nýliða í fyrstu umferð síðustu 30 árin.1-0 yfir í hálfleik Það sem er í raun ótrúlegast við leikinn er að Breiðablik var 1-0 yfir í hálfleik þökk sé fallegu marki Sævars Péturssonar, bróður Lindu Pé, sem er framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KA í dag. Nýliðunum héldu engin bönd í seinni hálfleik, en þeir settu sex mörk á Blikana. Andri Marteinsson, sem hafði komið frá Þór um veturinn, kom gestunum á bragðið á 53. mínútu og Enes Cogis kom Fylki yfir, 2-1, þremur mínútum síðar. Fylkisgoðsögnin Kristinn Tómasson kom Árbæjarliðinu í 3-1 á 57. mínútu, en þá voru Fylkismenn búnir að skora þrjú mörk á fjögurra mínútna kafla. Erfiður dagur fyrir Hajrudin Cardaklija í markinu sem gekk í raðir Leifturs eftir tímabilið. Þórhallur Dan Jóhannsson bætti við fjórða markinu áður en Kristinn Tómasson og Erlendur Þór Gunnarsson innsigluðu stórsigur Fylkis, 6-1, á 80. og 82. mínútu.Bæði lið fóru niður Arnar Grétarsson, núverandi þjálfari Breiðabliks, var fyrirliði Breiðabliks þetta tímabilið, en í liðinu voru leikmenn á borð við Skagamanninn Pálma Haraldsson og Hákon Sverrisson. Eftir að sleppa naumlega við fall sumarið áður fóru Blikarnir niður í lok tímabilsins 1996. Þrátt fyrir að vera með nokkuð sterkt lið og leikmenn á borð við Kjartan Sturluson, Enes Cogic, Ólaf Stígson, Andra Marteinsson, Finn Kolbeinsson og Kristinn Tómasson fylgdu Fylkismenn Blikum niður um deild. Verðandi silfurhetja var í leikmannahópnum hjá Fylki, en varamarkvörður liðsins var Róbert Gunnarsson, línumaður íslenska landsliðsins í handbolta. Róbert var efnilegur knattspyrnumarkvörður á árum áður. Vonandi fyrir áhorfendur í kvöld verður boðið upp á sjö mörk eða fleiri, en Arnar Grétarsson vonast vafalítið eftir því að fá ekki sömu útreið í fyrstu umferð gegn Fylki og hann gerði sem fyrirliði liðsins fyrir 19 árum síðan. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar: Barátta umfram gæði í „Glasgow“-slag KR og FH Breiðablik hefur leik í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið heimsækir Fylki í Árbæinn. 7. maí 2015 11:30 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Arnar: Barátta umfram gæði í „Glasgow“-slag KR og FH Breiðablik hefur leik í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið heimsækir Fylki í Árbæinn. 7. maí 2015 11:30