Þessi sveitarfélög hafa enn ekki sett sér siðareglur Atli Ísleifsson skrifar 5. maí 2015 19:02 Reykjanesbær er eitt þeirra sveitarfélaga sem hafa ekki sett sér siðareglur. Vísir/GVA 59 sveitarfélög af 74 hafa sett sér siðareglur og sent innanríkisráðuneytinu til staðfestingar. Þetta kemur fram í samantekt ráðuneytisins. Í sveitarstjórnarlögum frá 2011 er kveðið á um skyldu sveitarstjórna að setja sér siðareglur. Ákvæðið er nýmæli og sett í kjölfar umræðu um siðareglur kjörinna fulltrúa og mikilvægi þeirra. Í fréttinni segir að vitað sé um nokkur sveitarfélög í viðbót hvar undirbúningur að gerð siðareglna er á lokastigi. „Siðareglur sem sveitarstjórn setur gilda fyrir fulltrúa í sveitarstjórn sem og nefndir og ráð sveitarstjórnar. Siðareglurnar þurfa staðfestingu innanríkisráðuneytisins og skulu þær birtar opinberlega á vefsíðu sveitarfélaga eða á annan sambærilegan hátt og eru þannig aðgengilegar öllum. Siðareglur halda gildi sínu þar til annað er ákveðið af viðkomandi sveitarstjórn eða þeim sem síðar eru kjörnar. Á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga starfar siðanefnd og hefur hún gefið út leiðbeiningar til nýrra sveitarstjórna um gerð siðareglna og hlutverk siðanefndar.“ Í yfirliti ráðuneytisins segir að eftirfarandi sveitarfélög eigi enn eftir að setja sér siðareglur og senda til ráðuneytisins:Akrahreppur, Bolungarvíkurkaupstaður, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hörgársveit, Ísafjarðarbær, Reykjanesbær, Skorradalshreppur, Strandabyggð, Stykkishólmsbær, Súðavíkurhreppur, Svalbarðshreppur, Svalbarðsstrandarhreppur, Sveitarfélagið Skagaströnd, Tjörneshreppur og Vestmannaeyjabær. Svalbarðshreppur Svalbarðsstrandarhreppur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
59 sveitarfélög af 74 hafa sett sér siðareglur og sent innanríkisráðuneytinu til staðfestingar. Þetta kemur fram í samantekt ráðuneytisins. Í sveitarstjórnarlögum frá 2011 er kveðið á um skyldu sveitarstjórna að setja sér siðareglur. Ákvæðið er nýmæli og sett í kjölfar umræðu um siðareglur kjörinna fulltrúa og mikilvægi þeirra. Í fréttinni segir að vitað sé um nokkur sveitarfélög í viðbót hvar undirbúningur að gerð siðareglna er á lokastigi. „Siðareglur sem sveitarstjórn setur gilda fyrir fulltrúa í sveitarstjórn sem og nefndir og ráð sveitarstjórnar. Siðareglurnar þurfa staðfestingu innanríkisráðuneytisins og skulu þær birtar opinberlega á vefsíðu sveitarfélaga eða á annan sambærilegan hátt og eru þannig aðgengilegar öllum. Siðareglur halda gildi sínu þar til annað er ákveðið af viðkomandi sveitarstjórn eða þeim sem síðar eru kjörnar. Á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga starfar siðanefnd og hefur hún gefið út leiðbeiningar til nýrra sveitarstjórna um gerð siðareglna og hlutverk siðanefndar.“ Í yfirliti ráðuneytisins segir að eftirfarandi sveitarfélög eigi enn eftir að setja sér siðareglur og senda til ráðuneytisins:Akrahreppur, Bolungarvíkurkaupstaður, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hörgársveit, Ísafjarðarbær, Reykjanesbær, Skorradalshreppur, Strandabyggð, Stykkishólmsbær, Súðavíkurhreppur, Svalbarðshreppur, Svalbarðsstrandarhreppur, Sveitarfélagið Skagaströnd, Tjörneshreppur og Vestmannaeyjabær.
Svalbarðshreppur Svalbarðsstrandarhreppur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira