Umfjöllun: Serbía - Ísland 25-25 | Risastig í Nis Stefán Árni Pálsson skrifar 3. maí 2015 16:00 Vísir/Ernir Ísland og Serbía gerðu jafntefli 25-25 í undankeppni EM 2016 en leikurinn fór fram í Serbíu. Íslendingar gerðu þrjú síðustu mörk leiksins og náðu fram jafntefli. Liðið er því með fimm stig í efsta sæti riðilsins, jafn mörg stig og Serbar. Vignir Svavarsson, var aldrei þessu vant markahæsti leikmaður liðsins í dag, og gerði hann fimm mörk. Jafnræði var á með liðunum fyrstu mínútur leiksins en Íslendingar einu skrefi á undan. Björgvin Páll var greinilega vel stemmdur og fór á kostum í marki íslenska liðsins í byrjun leiksins. Aron Pálmarsson stjórnaði leik liðsins eins og herforingi og þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 7-4 fyrir Ísland. Eftir það féll leikur Íslendinga niður og Serbar nýttu sér það vel. Heimamenn gerðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 10-9 sér í vil þegar fimm mínútur voru eftir af hálfleiknum. Staðan í hálfleik var síðan 13-11 fyrir Serbum og þeir komnir með ágæt tök á leiknum. Íslendingar féllu í þá gryfju að treysta á einstaklingsframtak undir lok hálfleiksins og þá aðallega frá Aroni Pálmarssyni. Tveggja marka munur í hálfleik. Serbar héldu áfram uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og héldu Íslendingum alltaf einu til tveimur mörkum frá sér. Íslendingar unnu sig hægt og bítandi aftur inn í leikinn og komust yfir þegar um þrettán mínútur voru eftir af leiknum. Þá var staðan 19-18 fyrir Íslandi en Serbar áttu eftir að koma með annað áhlaup og koma sér í fína stöðu.Ótrúleg endurkoma Þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir af leiknum var staðan 25-22 fyrir heimamenn og þeir með pálmann í höndunum. Íslenska liðið gafst ekki upp og náðu á ótrúlegan hátt að jafna metin. Liðið átti einnig möguleika á því að stela sigrinum undir blálok leiksins en svo varð ekki og niðurstaðan því 25-25. Íslenska liðið náði því þremur stigum gegn Serbíu af fjórum mögulegum í síðustu tveimur leikjum liðsins og það verður að teljast virkilega gott. Liðið sýndi oft á tíðum frábæra takta sóknarlega, þó það hafi verið ábótavant í kvöld. Varnarleikurinn var fínn í báðum leikjunum á móti Serbíu og Björgvin Páll Gústavsson var flottur í markinu hjá íslenska liðinu í kvöld og varði 17 skot. Aron og Ólafur eru greinilega á réttri leið með þetta lið og getur liðið hæglega komist á Evrópumótið í Póllandi árið 2016. EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Virkilega góður dagur fyrir KA“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira
Ísland og Serbía gerðu jafntefli 25-25 í undankeppni EM 2016 en leikurinn fór fram í Serbíu. Íslendingar gerðu þrjú síðustu mörk leiksins og náðu fram jafntefli. Liðið er því með fimm stig í efsta sæti riðilsins, jafn mörg stig og Serbar. Vignir Svavarsson, var aldrei þessu vant markahæsti leikmaður liðsins í dag, og gerði hann fimm mörk. Jafnræði var á með liðunum fyrstu mínútur leiksins en Íslendingar einu skrefi á undan. Björgvin Páll var greinilega vel stemmdur og fór á kostum í marki íslenska liðsins í byrjun leiksins. Aron Pálmarsson stjórnaði leik liðsins eins og herforingi og þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 7-4 fyrir Ísland. Eftir það féll leikur Íslendinga niður og Serbar nýttu sér það vel. Heimamenn gerðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 10-9 sér í vil þegar fimm mínútur voru eftir af hálfleiknum. Staðan í hálfleik var síðan 13-11 fyrir Serbum og þeir komnir með ágæt tök á leiknum. Íslendingar féllu í þá gryfju að treysta á einstaklingsframtak undir lok hálfleiksins og þá aðallega frá Aroni Pálmarssyni. Tveggja marka munur í hálfleik. Serbar héldu áfram uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og héldu Íslendingum alltaf einu til tveimur mörkum frá sér. Íslendingar unnu sig hægt og bítandi aftur inn í leikinn og komust yfir þegar um þrettán mínútur voru eftir af leiknum. Þá var staðan 19-18 fyrir Íslandi en Serbar áttu eftir að koma með annað áhlaup og koma sér í fína stöðu.Ótrúleg endurkoma Þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir af leiknum var staðan 25-22 fyrir heimamenn og þeir með pálmann í höndunum. Íslenska liðið gafst ekki upp og náðu á ótrúlegan hátt að jafna metin. Liðið átti einnig möguleika á því að stela sigrinum undir blálok leiksins en svo varð ekki og niðurstaðan því 25-25. Íslenska liðið náði því þremur stigum gegn Serbíu af fjórum mögulegum í síðustu tveimur leikjum liðsins og það verður að teljast virkilega gott. Liðið sýndi oft á tíðum frábæra takta sóknarlega, þó það hafi verið ábótavant í kvöld. Varnarleikurinn var fínn í báðum leikjunum á móti Serbíu og Björgvin Páll Gústavsson var flottur í markinu hjá íslenska liðinu í kvöld og varði 17 skot. Aron og Ólafur eru greinilega á réttri leið með þetta lið og getur liðið hæglega komist á Evrópumótið í Póllandi árið 2016.
EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Virkilega góður dagur fyrir KA“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira