Glæpasagnahöfundurinn Ruth Rendell er látin, 85 ára að aldri. Rendell skrifaði yfir sextíu skáldsögur á ferli sínum og er rannsóknarlögreglumaðurinn Wexford þekktasta persóna höfundarins.
Rendell fæddist í Essex og er einn söluhæsti rithöfundur Breta. Fyrsta bók hennar kom út árið 1964 en sögur hennar hafa verið þýddar á yfir 20 tungumál og eftir þeim gerðar bæði bíómyndir og sjónvarpsþættir.
