Craig Pedersen, þjálfari A-landsliðs karla í körfubolta, hefur valið æfingahóp sinn fyrir fyrir Smáþjóðaleikana sem fram fara á Íslandi í byrjun júní.
Strákarnir hefja æfingar síðar í mánuðinum en fyrsti leikur karlalandsliðsins á Smáþjóðaleikunum er 3. júní.
Það vekur vissulega athygli að það eru tveir leikmenn yfir 213 sentímetra en það eru þeir Ragnar Ágúst Nathanaelsson (218 sm) og hinn sautján ára gamli Þórsari Tryggvi Snær Hlinason.
Tryggvi Snær Hlinason lék sitt fyrsta tímabil með Þór í 1. deildinni í vetur og var með 6,5 stig, 4,6 fráköst og 2,8 varin skot að meðaltali á 17,4 mínútum.
Tryggvi er einn af níu nýliðum í hópnum en hinir eru Dagur Kár Jónsson, Emil Barja, Grétar Ingi Erlendsson, Jón Axel Guðmundsson, Kristófer Acox, Matthías Orri Sigurðarson, Pétur Rúnar Birgisson og Tómas Heiðar Tómasson.
Frank Booker yngri er ekki í æfingahópnum en hann hefur verið að standa sig vel með Oklahoma Sooners í bandaríska háskólakörfuboltanum.
Elvar Már Friðriksson, Martin Hermannsson og Kristófer Acox eru hinsvegar allir með en þeir spiluðu líka 1. deildarbolta í háskólunm í Bandaríkjunum.
Æfingahópur karla fyrir Smáþjóðaleikana:
Axel Kárason – Næstved, Danmörk · Framherji · f. 1983 · 192 sm
Brynjar Þór Björnsson - KR · Bakvörður f. 1988 · 192 sm
Dagur Kár Jónsson - Stjarnan · Bakvörður · f. 1995 · 186 sm
Darri Hilmarsson - KR · Framherji · f. 1987 · 190 sm
Elvar Már Friðriksson – LIU University · Bakvörður · f. 1994 · 182 sm
Emil Barja - Haukar · Bakvörður · f. 1991 · 193 sm
Finnur Atli Magnússon - KR · Miðherji · f. 1985 · 208 sm
Grétar Ingi Erlendsson – Þór Þorlákshöfn · Miðherji · f. 1983 · 198 sm
Haukur Helgi Pálsson – LF Basket, Svíþjóð· Framherji · f. 1992 · 198 sm
Helgi Már Magnússon – KR · Framherji · f. 1992 · 192 sm
Hlynur Bæringsson – Sundsvall Dragons, Svíþjóð · Miðherji · 1982 · 200 sm
Hörður Axel Vilhjálmsson – Mitteldeutscher · Bakvörður · f. 1988 · 190 sm
Jakob Örn Sigurðarson - Sundsvall Dragons · Bakvörður f. 1982 · 190 sm
Jón Arnór Stefánsson - Unicaja Malaga, Spánn · Bakvörður · f. 1982 · 196 sm
Jón Axel Guðmundsson - Grindavík · Bakvörður · f. 1996 · 178 sm
Kristófer Acox – Furman University USA / KR · Framherji · f. 1993 · 196 sm
Logi Gunnarsson – Njarðvík · Bakvörður f. 1981 · 192 sm
Martin Hermannsson – LIU University · Bakvörður · f. 1994 · 190 sm
Matthías Orri Sigurðarson – ÍR · Bakvörður · f. 1994 · 185 sm.
Ólafur Ólafsson - Grindavík · Framherji · f. 1990 · 194 sm
Pavel Ermolinskij – KR · Bakvörður · f. 1987 · 202 sm
Pétur Rúnar Birgisson – Tindastóll · Bakvörður · f. 1996 · 185 sm
Ragnar Ágúst Nathanaelsson – Sundsvall Dragons · Miðherji · f. 1991 · 218 sm
Sigurður Ágúst Þorvaldsson - Snæfell · Framherji · f. 1980 · 202 sm
Sigurður Gunnar Þorsteinsson - Solna Vikings · Miðherji · f. 1988 · 204 sm
Sveinbjörn Claessen – ÍR · Bakvörður · f. 1986 · 194 sm
Tómas Heiðar Tómasson – Þór Þ. · Bakvörður · f. 1991 · 187 sm
Tryggvi Snær Hlinason – Þór Akureyri · Miðherji · f. 1997 · 213 sm
Ægir Þór Steinarsson - Sundsvall Dragons · Bakvörður · f. 1991 · 182 sm
Þjálfari liðsins er Craig Pedersen. Aðstoðarþjálfarar eru Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson.
Tveir yfir 213 sm í æfingahóp karlalandsliðsins í körfubolta
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
