Bandaríkjastjórn leyfir boranir norðan Alaska Kristján Már Unnarsson skrifar 17. maí 2015 22:55 Mótmælendur réru á kajökum og kanúum í átt að borpallinum í höfninni í Seattle um helgina. Mynd/AP. Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur samþykkt áætlun olíufélagsins Shell um að hefja á ný boranir í sumar á heimskautasvæði djúpt undan ströndum Alaska, þrátt fyrir hörð mótmæli náttúruverndarsamtaka. Andstæðingar olíuleitarinnar brugðust við um helgina með því að róa kajökum og kanóum að borpalli á vegum Shell í höfninni í Seattle. Borsvæðið er norðan Beringssunds, í Chukchi-hafi á 71. breiddarbaug, en það er álíka norðarlega og nyrstu strandir Noregs. Norðmenn og Rússar hafa leyft olíuleit enn nær heimskautinu, eða allt norður á 73. breiddargráðu. Þess má geta að Drekasvæðið íslenska liggur á milli 67. og 69. breiddargráðu. „Við getum ekki treyst Shell fyrir heimskautasvæðum Ameríku,“ sagði formaður helstu náttúruverndarsamtaka Alaska, um leið og rifjað var upp að Shell neyddist fyrir þremur árum til að gera hlé á olíuleit á svæðinu þegar mikilvægur öryggisbúnaður stóðst ekki prófanir. Til að kóróna klúðrið strandaði svo borpallurinn þegar verið var að draga hann burt af svæðinu árið 2012. Talsmaður Shell segir samþykki Bandaríkjastjórnar mikilvægan áfanga sem sýni traust eftirlitsstofnana á áætlun fyrirtækisins. Umhverfissamtök hafa í stjórnartíð Baracks Obama ítrekað fagnað staðfestu forsetans í baráttunni fyrir því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Nú gagnrýna þau Obama fyrir að opna ný svæði til olíuleitar, ekki aðeins á norðurslóðum heldur einnig í Atlantshafi og undan suðausturströndum Bandaríkjanna. Tengdar fréttir Engin olía í nyrstu holu norðurslóða Borpallur Statoil, sem liðsmenn Greenpeace hlekkjuðu sig við í Barentshafi í síðasta mánuði, fann enga olíu. 25. júní 2014 17:30 Brýna Bandaríkjastjórn til að nýta olíu norðurslóða Ráðgjafanefnd Bandaríkjastjórnar um olíumál hvetur til þess í nýrri skýrslu að olíuleit á norðurslóðum verði hraðað. 12. apríl 2015 21:15 Noregur leyfir olíuleit á 73 gráðum norður Olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs hefur tilkynnt að næsta útboð sérleyfa til olíuleitar og olíuvinnslu, hið 23. í röðinni, hefjist á fyrsta fjórðungi þessa árs. 18. febrúar 2014 07:06 Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur samþykkt áætlun olíufélagsins Shell um að hefja á ný boranir í sumar á heimskautasvæði djúpt undan ströndum Alaska, þrátt fyrir hörð mótmæli náttúruverndarsamtaka. Andstæðingar olíuleitarinnar brugðust við um helgina með því að róa kajökum og kanóum að borpalli á vegum Shell í höfninni í Seattle. Borsvæðið er norðan Beringssunds, í Chukchi-hafi á 71. breiddarbaug, en það er álíka norðarlega og nyrstu strandir Noregs. Norðmenn og Rússar hafa leyft olíuleit enn nær heimskautinu, eða allt norður á 73. breiddargráðu. Þess má geta að Drekasvæðið íslenska liggur á milli 67. og 69. breiddargráðu. „Við getum ekki treyst Shell fyrir heimskautasvæðum Ameríku,“ sagði formaður helstu náttúruverndarsamtaka Alaska, um leið og rifjað var upp að Shell neyddist fyrir þremur árum til að gera hlé á olíuleit á svæðinu þegar mikilvægur öryggisbúnaður stóðst ekki prófanir. Til að kóróna klúðrið strandaði svo borpallurinn þegar verið var að draga hann burt af svæðinu árið 2012. Talsmaður Shell segir samþykki Bandaríkjastjórnar mikilvægan áfanga sem sýni traust eftirlitsstofnana á áætlun fyrirtækisins. Umhverfissamtök hafa í stjórnartíð Baracks Obama ítrekað fagnað staðfestu forsetans í baráttunni fyrir því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Nú gagnrýna þau Obama fyrir að opna ný svæði til olíuleitar, ekki aðeins á norðurslóðum heldur einnig í Atlantshafi og undan suðausturströndum Bandaríkjanna.
Tengdar fréttir Engin olía í nyrstu holu norðurslóða Borpallur Statoil, sem liðsmenn Greenpeace hlekkjuðu sig við í Barentshafi í síðasta mánuði, fann enga olíu. 25. júní 2014 17:30 Brýna Bandaríkjastjórn til að nýta olíu norðurslóða Ráðgjafanefnd Bandaríkjastjórnar um olíumál hvetur til þess í nýrri skýrslu að olíuleit á norðurslóðum verði hraðað. 12. apríl 2015 21:15 Noregur leyfir olíuleit á 73 gráðum norður Olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs hefur tilkynnt að næsta útboð sérleyfa til olíuleitar og olíuvinnslu, hið 23. í röðinni, hefjist á fyrsta fjórðungi þessa árs. 18. febrúar 2014 07:06 Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Engin olía í nyrstu holu norðurslóða Borpallur Statoil, sem liðsmenn Greenpeace hlekkjuðu sig við í Barentshafi í síðasta mánuði, fann enga olíu. 25. júní 2014 17:30
Brýna Bandaríkjastjórn til að nýta olíu norðurslóða Ráðgjafanefnd Bandaríkjastjórnar um olíumál hvetur til þess í nýrri skýrslu að olíuleit á norðurslóðum verði hraðað. 12. apríl 2015 21:15
Noregur leyfir olíuleit á 73 gráðum norður Olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs hefur tilkynnt að næsta útboð sérleyfa til olíuleitar og olíuvinnslu, hið 23. í röðinni, hefjist á fyrsta fjórðungi þessa árs. 18. febrúar 2014 07:06