Maradona: FIFA er eins og spillt mafía og Blatter er rotta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2015 16:45 Diego Maradona Vísir/Getty Diego Maradona er langt frá því að vera aðdáandi Sepp Blatter, forseta FIFA, og þessi knattspyrnugoðsögn lét yfirmann fótboltaheimsins heldur betur heyra það í nýju viðtali á CNN. Sepp Blatter sækist eftir sínu fimmta kjörtímabili sem forseti FIFA en kosið er um forsetastólinn í lok mánaðarins. Blatter er orðinn 79 ára gamall og hefur verið forseti FIFA frá 1998. „Við erum að tala fallegustu og ástríðufyllstu íþrótt í heimi og við erum að tala um að maðurinn sem stjórnar öllu er frystiklefi. Maður sem sem væri best geymdur inn í klaka," sagði Diego Maradona í viðtali við Becky Anderson á CNN. „Ég bið til guðs og móður minnar í himnaríki að ég fái einhvern tímann tækifærið til að koma þessum manni út úr FIFA og gefa fólkinu það sem það á skilið," sagði Maradona. Diego Maradona styður framboð jórdanska prinsins Ali Bin Al Hussein sem er annar varaforseti FIFA í dag. „Ég vil fá gegnsæi. Rottur komast inn allstaðar í heiminum og ein slík er forseti FIFA," sagði Maradona og talaði líka um FIFA sem spillta mafíu. „Ég vil binda enda á þessa spilltu samninga innan FIFA," sagði Diego Maradona en það má finna meira um viðtalið hér. FIFA og Sepp Blatter hafa mátt þola mikla gagnrýni ekki síst eftir að Rússland og Katar fengu úthlutað næstu tveimur heimsmeistarakeppnum. Það lítur út fyrir að það sé ekki allt sem sýnist hjá ríkasta og stærsta sambandi í heimi. FIFA Fótbolti Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Sjá meira
Diego Maradona er langt frá því að vera aðdáandi Sepp Blatter, forseta FIFA, og þessi knattspyrnugoðsögn lét yfirmann fótboltaheimsins heldur betur heyra það í nýju viðtali á CNN. Sepp Blatter sækist eftir sínu fimmta kjörtímabili sem forseti FIFA en kosið er um forsetastólinn í lok mánaðarins. Blatter er orðinn 79 ára gamall og hefur verið forseti FIFA frá 1998. „Við erum að tala fallegustu og ástríðufyllstu íþrótt í heimi og við erum að tala um að maðurinn sem stjórnar öllu er frystiklefi. Maður sem sem væri best geymdur inn í klaka," sagði Diego Maradona í viðtali við Becky Anderson á CNN. „Ég bið til guðs og móður minnar í himnaríki að ég fái einhvern tímann tækifærið til að koma þessum manni út úr FIFA og gefa fólkinu það sem það á skilið," sagði Maradona. Diego Maradona styður framboð jórdanska prinsins Ali Bin Al Hussein sem er annar varaforseti FIFA í dag. „Ég vil fá gegnsæi. Rottur komast inn allstaðar í heiminum og ein slík er forseti FIFA," sagði Maradona og talaði líka um FIFA sem spillta mafíu. „Ég vil binda enda á þessa spilltu samninga innan FIFA," sagði Diego Maradona en það má finna meira um viðtalið hér. FIFA og Sepp Blatter hafa mátt þola mikla gagnrýni ekki síst eftir að Rússland og Katar fengu úthlutað næstu tveimur heimsmeistarakeppnum. Það lítur út fyrir að það sé ekki allt sem sýnist hjá ríkasta og stærsta sambandi í heimi.
FIFA Fótbolti Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Sjá meira