Sjö af tólf liðum Pepsi-deildar karla í fótbolta hafa notað fleiri uppalda leikmenn en "aðkeypta" í fyrstu tveimur umferðum Íslandsmótsins.
Vísir fór yfir hvaða leikmenn spiluðu í fyrstu tveimur umferðunum og hvort þeir séu uppaldir eða ekki.
Keflavík hefur notað flesta uppalda leikmenn í Pepsi-deildinni í sumar eða 11 talsins en Stjörnumenn eru með hæsta hlutfallið því 67 prósent leikmanna liðsins í sigrunum á ÍA og ÍBV eru uppaldir í Garðabænum.
Fylkismenn hafa notað tíu uppalda leikmenn í sínum leikjum en topplið FH, nýliðar Leiknis og Fjölnir hafa öll nota níu uppalda leikmenn.
Reykjavíkurfélögin Valur, KR og Víkingur eru í nokkrum sérflokki því samanlagt hafa þessi þrjú félög aðeins notað sjö uppalda leikmenn í fyrstu tveimur leikjum sínum eða minna en sjö af tólf liðum deildarinnar.
Valur, KR og Víkingur hafa á sama tíma notað samanlagt tólf erlenda leikmenn í þessum tveimur fyrstu leikjum sínum.
Uppaldir leikmenn í fyrstu tveimur umferðum Pepsi-deildar karla:
Keflavík - 11 af 17
Stjarnan - 10 af 15
Fylkir - 10 af 16
FH - 9 af 15
Leiknir - 9 af 15
Fjölnir - 9 af 17
ÍA - 8 af 15
Breiðablik - 7 af 14
ÍBV - 7 af 17
Víkingur - 3 af 15
KR - 2 af 15
Valur - 2 af 17
- Leikmaður telst uppalinn hjá viðkomandi félagi ef hann kemur til félagsins í 3. flokki eða fyrr.
Fæstir uppaldir leikmenn hjá Reykjavíkurfélögunum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn



„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti

Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti

