Lítil flugvél í sjóinn í Mosfellsbæ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. maí 2015 14:44 Slökkviliðið á vettvangi fyrr í dag. Vísir/Pjetur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út fyrir stundu vegna lítillar flugvélar sem að fór í sjóinn í Leiruvoginum í Mosfellsbæ. Einn var um borð í flugvélinni. Hann er nú kominn úr vélinni og í land. Slökkviliðið vinnur nú á vettvangi. Uppfært klukkan 14:58 Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Mosfellsbæ hefur maðurinn verið fluttur á sjúkrahús. Meiðsl hans eru talin vera minniháttar.Uppfært klukkan 15:15 Flugvélin flýtur nú á hvolfi í sjónum. Nokkur brot má sjá í sjónum við vélina en annars er hún fremur heilleg á að líta. Sjórinn er nokkuð grunnur þar sem vélin er og stutt er til lands.Uppfært klukkan 15:40Vitni sem fréttamaður ræddi við sögðust hafa verið að spila golf á Hlíðavelli þegar þau urðu vör við flugvélina. Henni hafði verið flogið fram og tilbaka yfir Voginum og var svo flogið út Voginn. Veittu þeir því athygli hve lágt flug vélarinnar var. Þegar gerð var tilraun til vinstri beygju tók vélin að hallast og rakst vængurinn í sjóinn. Grunnt er á því svæði þar sem vélin stöðvaðist. Mennirnir hlupu niður í fjöru og sáu manninn koma undan flakinu. Kom hann þeim skilaboðum á framfæri að hann væri einn í vélinni áður en hann óð í land. Töldu vitnin manninn líklega um þrítugt en hann virtist vera laskaður á handlegg.Vélin flýtur á sjónum á hvolfi.Mynd/Magnús Þór ÞórhallssonSlökkvilið og lögregla mættu á vettvang og hefur flugmaður vélarinnar verið fluttur á sjúkrahús.Mynd/Magnús Þór ÞórhallssonUppfært klukkan 17:45 Vélin sem brotlenti var af gerðinni Jodel, með skráningarnúmerið TF-REX. Aðeins fimm slíkum vélum er jafnan flogið hér á landi. Flugvélin er tveggja sæta, með 95 hestafla vél, af árgerðinni 1960. Hún var flutt hingað til lands árið 2004. Fréttir af flugi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út fyrir stundu vegna lítillar flugvélar sem að fór í sjóinn í Leiruvoginum í Mosfellsbæ. Einn var um borð í flugvélinni. Hann er nú kominn úr vélinni og í land. Slökkviliðið vinnur nú á vettvangi. Uppfært klukkan 14:58 Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Mosfellsbæ hefur maðurinn verið fluttur á sjúkrahús. Meiðsl hans eru talin vera minniháttar.Uppfært klukkan 15:15 Flugvélin flýtur nú á hvolfi í sjónum. Nokkur brot má sjá í sjónum við vélina en annars er hún fremur heilleg á að líta. Sjórinn er nokkuð grunnur þar sem vélin er og stutt er til lands.Uppfært klukkan 15:40Vitni sem fréttamaður ræddi við sögðust hafa verið að spila golf á Hlíðavelli þegar þau urðu vör við flugvélina. Henni hafði verið flogið fram og tilbaka yfir Voginum og var svo flogið út Voginn. Veittu þeir því athygli hve lágt flug vélarinnar var. Þegar gerð var tilraun til vinstri beygju tók vélin að hallast og rakst vængurinn í sjóinn. Grunnt er á því svæði þar sem vélin stöðvaðist. Mennirnir hlupu niður í fjöru og sáu manninn koma undan flakinu. Kom hann þeim skilaboðum á framfæri að hann væri einn í vélinni áður en hann óð í land. Töldu vitnin manninn líklega um þrítugt en hann virtist vera laskaður á handlegg.Vélin flýtur á sjónum á hvolfi.Mynd/Magnús Þór ÞórhallssonSlökkvilið og lögregla mættu á vettvang og hefur flugmaður vélarinnar verið fluttur á sjúkrahús.Mynd/Magnús Þór ÞórhallssonUppfært klukkan 17:45 Vélin sem brotlenti var af gerðinni Jodel, með skráningarnúmerið TF-REX. Aðeins fimm slíkum vélum er jafnan flogið hér á landi. Flugvélin er tveggja sæta, með 95 hestafla vél, af árgerðinni 1960. Hún var flutt hingað til lands árið 2004.
Fréttir af flugi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira